6. ágú. 2010

Umboðsmaður keppenda?

Áttum frábæran dag í gær sem innihélt m.a. hádegisverðarhlaðborð á VOX með góðum vinum. Var ekki alveg viss hvaða áhrif það myndi hafa á Vatnsmýrarhlaupið um kvöldið en í ljós kom að það var bara til góðs ef eitthvað var. Við hjónin skokkuðum niðrí bæ sem var fínasta upphitun og hlupum svo heim eftir keppnina.

Ég hef svo oft lent í vandræðum í styttri hlaupum, kann vel á 10 km... Yfirleitt þá fer ég of hratt af stað, er alveg að drepast þegar ennþá eru 2 km eftir, kvöl og pína. En í gær gekk allt upp. Hljóp yfirvegað af stað og var fljótlega 4. kona en sá vel í fyrstu 3. Eftir 1,5 km fór ég fram úr 3. konu og nálgaðist 2. örugglega og var komin í hælana á henni efti 2,5. Þegar rúmur km var eftir tók ég fram úr og hljóp síðasta km á 3:42 pace og endaði á PB 19:34, 2. kona í mark. Ég átti fyrir besta tímann í 5 km vorið 2008 þegar hann Biggi félagi minn pace-aði mig undir 20 í fyrsta sinn á Sumardaginn fyrsta, 19:42. Var alveg hoppandi glöð með þetta og nú er RM framundan og ég stefni á bætingu í 1/2 maraþoni þar. Ekki skemmdi fyrir að Þórólfur krækti í glæsileg úrdráttarverðlaun, fulla körfu af alls kona heilsugóðgæti og söfum!

Fékk til mín fróðlegt erindi um daginn, var beðin um mitt álit á ákveðinni uppákomu og ákvað að fylgja því aðeins eftir. Það varðaði Íslandsmeistaramótið í Hálfum Járnkarli og ég sendi fyrirspurn á mótsstjóra til að fá réttar upplýsingar frá fyrstu hendi. Set inn hér að neðan mínar pælingar og svör frá mótsstjóra, er nokkuð viss um að ég hafi gert allt rétt í þetta sinn :)

FYRIRSPURN:

Sæll Róbert,

Ég er svei mér þá orðin einhvers konar umboðsmaður keppenda ... :) Það kom til mín keppandi í Hálfa Járnkarlinum og spurði mig álits á tilteknu máli sem hann sagði hafa komið upp í keppninni.

Ég treysti mér ekki til að gefa mitt álit án þess að hafa allar staðreyndir á hreinu og ergo, sendi þess vegna fyrirspurn til þín.

1) Er það rétt að teljari í sund hlutanum hafi talið vitlaust og að einhverjir keppendur hafi synt 100 m of langt?
2) Er það rétt að eftir að keppni lauk hafi tímum þessa einstaklinga verið breytt út frá einhverri reiknireglu, þ.e. meðaltími á hverjum 100 m dregin frá lokatíma?
3) Hvaða keppendur áttu í hlut?
4) Var röð þessara keppenda breytt í úrslitum, þ.e. þeir færðir upp um sæti?
5) Var þetta tilkynnt einhvers staðar, þ.e. breytingar á úrslitum? (n.b. ef þeim var breytt :)
6) Ef ég gef mér að sá sem talaði við mig hafi verið að gefa mér réttar upplýsingar... Hefði þá mögulega komið upp sú staða ef teljari fremstu manna hefði mistalið að nýtt Íslandsmet væri reiknað út eftir á og að mögulega hefði þá sigurvegarinn (karl/kona skiptir ekki) ekki verið fyrstur í mark...?
7) Nú og ef svarið er nei við spurningu 6), gilda þá ekki sömu reglur um alla í keppendur í keppninni?

Hlakka til að heyra frá þér, mér finnst þetta mjög áhugavert mál.

Kv. Eva

SVAR:

Sæl Eva.

Það er rétt að sundtíma keppenda var breytt en það hafði engin áhrif á þau íslandsmet sem sett voru. Ef að þessi keppandi vill fá frekari svör þá er honum velkomið að hafa samband við mig beint.
Kv.
Róbert

SVAR VIÐ SVARI:

Sæll Róbert,

Takk fyrir þetta, var nú að vonast eftir svörum við spurningunum beint en allt í fína.
Viðkomandi er svo logandi hræddur um að kalla yfir sig reiði og óánægju yfir að vera eitthvað að spá í þetta að hann bað mig um, að undir engum kringumstæðum láta vita hver hann væri!

Að sjálfsögðu verð ég við því :).

Kv. Eva

SVAR VIÐ SVARI VIÐ SVARI:

Sæl Eva.

Þá verður bara svo að vera.

Kv
Róbert

Engin ummæli:

Skrifa ummæli