3. ágú. 2010

Notalegar stundir

Helgin okkar var uppfull af notalegum stundum.  Sváfum eins og sveskjur fram eftir alla morgna.  Lilja alveg að rokka í útsofinu.  Náðum að horfa á nokkrar góðar bíómyndir, elda góðan mat og svo hlupum við  heilan helling, enda veitti ekkert af að sukkjafna.  Ég fór í fyrsta hjólatúrinn minn í margar vikur og fann ekkert fyrir hendinni og í dag prófaði ég að synda og það gekk líka eins og í sögu. 

Gabríel okkar fékk að fara með vini sínum í ferðalag í tvo daga.  Við söknuðum hans heilmikið og það var svo gott að fá hann aftur heim í dag.  Lilja vill helst af öllu fá að lúra hjá bróður sínum og hún var ekki lengi að setja sig í sparigírinn, blaka augnhárunum og spyrja eins fallega og hún gat... 'Elsku besti Gabríel minn, má ég sofa í þínu rúmi...?  Geeerðu það?'.

Á laugardaginn fórum við Þórólfur og Lilja á Sólheima í Grímsnesi að heimsækja góða vini okkar.  Það er eitthvað alveg sérstakt við þennan litla stað.  Það er eins og maður sé komin í annan heim sem er á allt öðrum hraða en restin af veröldinni.  Það færist yfir mann ró og friður og maður verður að hemja sig svo maður kaupi ekki listaverk eftir vistmenn fyrir allan peninginn.  

Á sunnudaginn röltum við niðrí Húsdýragarð til að hlusta á Super Mama Djombo.  Mamma kom með okkur og við nutum þess að dilla okkur við spriklandi gleðimúsík frá Afríku.  Það verður allt einhvern veginn skemmtilegt í svona góðu veðri.  

Gabríel og Lilja í SingStar:  Mamma mia, here we go again...


Við Lilja tjúttuðum við gleðitónana


Pabbi var ótrúlega þolinmóður að bíða í bátaröðinni...


...sem á endanum varð að stelpubátsferð, geðveikt gaman hjá minni! 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli