18. sep. 2014

Rukkar fyrir auglýsingu...

Er að spá í að senda reikning fyrir auglýsingu á fasteignasöluna.  Tæplega fimmtíu þúsund hit á síðuna mína og önnur mest lesna fréttin á Vísi.  Spurning um að rukka 117.970,- og eins og við vitum þarf hún ekki endilega að skila árangri.  

(Hrikalega ánægð með hliðaráhrifin, nú hafa rúmlega 4000 manns skoðað færsluna umVestmanneyjahlaupið!)

Smellið á myndina til að lesta fréttina ;)

Að öllu gamni slepptu þá get ég ekki þakkað ykkur nóg fyrir að hjálpa mér að koma þessu á framfæri. Mamma og pabbi eru líka ótrúlega þakklát fyrir allan hlýhuginn og stuðninginn sem þau finna.  

Þau voru reyndar líka pínu leið yfir að einhverjum þarna úti skyldi detta í hug að þau hefðu á einhvern hátt verið óheiðarleg í samskiptum sínum við Húsaskjól og reynt að spara sér sölulaun.  Bara þeirra vegna tek ég þetta skrefi lengra og fer yfir aðdraganda uppsagnar einkasölusamningsins.

Í fyrsta lagi þá tóku þau tveimur tilboðum í gegnum Húsaskjól á þessum átta mánuðum.  Í bæði skiptin gengu kaupin til baka.  

Í öðru lagi þá sögðu þau upp samningi um einkasölu skriflega eða réttara sagt ég fyrir þeirra hönd þann 26. mars 2014.  
Þann 16. apríl 2014, þ.e. þremur vikum seinna, kemur tilboð frá þeim sem á endanum kaupa húsið upp á 51 milljón.  Ásett verð á húsinu er 57,5 milljónir.   Því er hafnað.  
Þann 25. apríl, mánuði eftir uppsögn á einkasölu, kemur annað tilboð frá sama aðila upp á 54 milljónir og því fylgja skilaboð um að hann sé ekki tilbúin að fara hærra.  
Þetta er 6 dögum áður en þau losna frá Húsaskjóli og þau hafna því tilboði líka þann 27. apríl á afmælinu hans pabba.
Þann 28. apríl fá þau staðfest í pósti að þessir aðilar hafa ekki áhuga á að kaupa eignina.
Foreldrar mínir höfðu aldrei nokkurn tíma hitt, né rætt við þetta fólk á ævi sinni og þekktu ekkert til þeirra, frekar en ég.  Þeirra fyrstu samskipti við tilvonandi kaupendur voru eftir að þau samþykktu 3. tilboðið sem var gert í gegnum Einamiðlun aðra vikuna í maí.  Það var eigendum og starfsmönnum Húsaskjóls fullljóst að engin tengsl voru fyrir hendi.

Þegar verið er að dylgja um að hér sé tilgangurinn að spara sér sölulaun, þá eru þau í rauninni ekki bara verið að ásaka forledra mína um svik og pretti heldur líka kaupendurna, já og nýja fasteignasalann sem fær þá sölulaunin...



Við þá segi ég aftur svei'attan og étt'ann sjálfur!

Eða bíddu nú við...  getur verið að ég hafi óafvitandi verið þátttakandi í risastóru plotti til að komast hjá því að borga sölulaun.  Látum okkur nú sjá:

Áttræð hjón festa kaup á og flytja í íbúð fyrir aldraða.  Þau setja heimilið sitt, sem húsbóndinn byggði fyrir 47 árum og hefur dekrað við síðan, á sölu.  Eftir 7 mánuði er húsið enn óselt, þau eru áhyggjufull og hrædd um að geta ekki staðið við skuldbindingar á nýju eigninni sinni.  Þau ákveða að fara í kvöldgöngu í Laugardalnum og þá vill svo heppilega til að þau rekast á kaupanda.  Þau og kaupandinn ákveða á göngunni að nú sé best að reyna að snuða fasteignasalann sem er með eignina í einkasölu, jafnvel þó það taki einhverjar vikur eða mánuði.  Fyrsta skrefið í plottinu er að fá dótturina til að semja um uppsögn á einkasölusamningi.  Svo finnst þeim eitur snjallt að kaupandinn geri allt of lágt tilboð í eignina sem þau munu að sjálfsögðu hafna og svo annað tilboð aðeins hærra, en samt ekki í samræmi við þeirra kröfur um verð.  Þetta er gert til að villa um fyrir fasteingnasalanum og láta hann vinna óþarfa vinnu.  Og nú kemur bomban.  Þau fá fasteignasalann sjálfan til að mæla með öðrum fasteignasala, vini sínum, sem þeim tekst síðan að fá í lið með sér í svindlinu!  Magnað.  Allt gengur eins og planað og þessir þrír aðilar skipta á milli sín ránsfengnum:
  • +545.000 spöruð sölulaun.
  • -30.000 þjónustugjald fyrir að hætta í viðskiptum.
  • -10.000  gagnaöflunargjald á nýju fasteignasölunni.
  • -400.000 rekstarkostnaður og/eða óinnheimtar leigutekjur af 300 fm húsi í Laugarásnum tvo mánuði á meðan svindlinu stendur (mjög hóflega áætlað n.b.).
  • Eftir standa 105.000 krónur sem skiptast á milli þriggja aðila eða 35.000 á hvern.
  • Já og ef við skoðum á kr. á mann þá verður náttúrulega að skipta þessu í 5 hluta, þ.e. 21.000,-.
Skemmtilegasta tvistið kemur þegar gömlu hjónin verða súr eftir svona vel heppnað rán, þegar þau fá sanngjarnan reikning frá gömlu fasteignasölunni.  Þau þykjast ætla að borga hann en plata dóttur sína til að hlaupa upp til handa og fóta og gera allt vitlaust í þjóðfélaginu.  Muwahahaha... og hún fattar ekki neitt, alveg eins og strengjabrúða í höndunum á þeim.

Balti, er þetta ekki eitthvað fyrir Hollywood?  Og hægt að klína á'edda 'True story'...

Annars bara allt gott í heiminu og ég farin að hugsa um annað :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli