30. jún. 2010

Fall er fararheill...

Vid vorum thvilikt glod og sael ut a flugvelli ad tekka inn thegar afallid dundi yfir.  'Ertu med annan passa?'  Nei, mamma var ekki med annan passa, en tad vantadi rafraenu rondina i hennar passa.  'Tvi midur tu faerd ekki ad fara med...'.   Eitt augnablik var allt onytt en svo var bara ad sjuga upp i nefid og fara i 'vid reddum thessu girinn'.  Hlupum inn a soluskrifstofu Icelandair ut a velli og nadum saeti daginn eftir.  Ta var bara ad redda nyjum passa en tad reyndist trautin tyngri vegna tess ad Mamma er med norskan passa og tad tekur 5 daga ad fa nyjan i sendiradinu.  Vid Gabriel gatum ekki annad en haldid okkar striki og farid af stad en Thorolfur brunadi til baka til Keflavikur og tok vid ad leysa malin.  Skemmst fra tvi ad segja ad Bandariska sendiradid bjargadi malunum i morgun og vid faum hana mommu til okkar eftir tvo tima eda svo.  Jeiiii....

Vid Gabriel komum i gaerkvold upp a hotel og tad er rosalega fint, fer vel um okkur og er med ollum graejum.  Fengum okkur sma bita fyrir hattinn og skodudum nanasta umhverfid, lagum svo eins og klessur fyrir framan 40 tommu flatskjainn i risaruminu okkar thangad til ad vid lognudumst ut af.  

I morgun voknudum vid snemma og forum beint i gymid, tokum godan hlaupatur a brettinu og svo var bara lyft og allt.  Gabriel matti velja morgunmat og hann langadi mest i avaxtabarinn sem er a moti hotelinu (mamman frekar satt :).

Vid forum nidri bae og kiktum a Empires State Building og versludum heilmikid tar i kring og endudum i nyjusuu uppahaldsbudinni hans Gabreils, Macy's.   Hann er buin ad kaupa ser flottar buxur, sko, 3 boli, hatt og jakka.  Vid hittum Lollu fraenku i hadegismat, alltaf gaman ad sja hana og fa frettir af fjolskyldunni i USA.  Nu erum vid maedgin komin aftur upp a hotel, sma afsloppun og svo aetlum vid ut a voll ad taka a moti elsku bestu ommu, va hvad hun faer stort knus um leid og vid naum i skottid a henni!

I kvold er planid a fara upp i Empire State og skoda NY ad kvoldi.  Vedrid er frabaert, 26 stiga hiti og sol eins langt og augad eygir.  A morgun aetlum vid ad dulla okkur eitthvad herna fram eftir degi, kannski fara i ChinaTown og svo leggjum vid i hann til Ohio.  Freka spennt ad sja hvernig eg a eftir a hondla ad keyra i Manhattan traffik... jeehaawww...  

29. jún. 2010

Á vit ævintýranna

Við Gabríel erum í þessu að undirbúa okkur undir langt ferðalag.  Amma í Norðurbrún kemur með okkur og verður okkur til halds og trausts.  Við erum nefnilega að fara að heimsækja föðurfjölskyldu hans Gabríels í Ohio í fyrsta sinn.  Við fljúgum til New York á eftir og verðum þar í tvær nætur áður en við keyrum vestur til Ohio.  Þetta verður spennandi!

27. jún. 2010

Bláskógaskokk og framtíðin

Tók ekki ákvörðun fyrr en seinni partinn á föstudaginn um að fara með bónda mínum í Bláskógaskokkið.  Ég hafði nefnilega fundið svo mikið til í annarri löppinni eftir sprauturnar, svona eins og ég væri með skurð í hnésbótinni.  Endaði með því að ég reif af mér allar umbúðirirnar og þá kom í ljós að þetta var bara plásturinn sem var að meiða mig svona, ekkert annað.  Setti AD krem á og málið var dautt og... ekkert því til fyrirstöðu að hlaupa :)

Það hefur alltaf hist þannig á að eitthvað hefur komið í veg fyrir að við tökum þátt, þannig að við vorum voða spennt að fá að hlaupa þessa fallegu leið, í svona líka fínu veðri.  Ég er orðin vel heimavön á þessum slóðum eftir allar hjólakeppnirnar mínar.  Rétt fyrir hlaupið náði ég tali af æfingafélaga mínum sem er læknir og spurði hann meira út í Carpal Tunnel Syndrome. Hann skoðaði á mér höndina, sem n.b. er ennþá í algjöru lamasessi.  Hann fræddi mig á því að við erum ekki að tala um daga í bata, heldur vikur.  Ég þarf að fylgjast vel með þessu og passa mig, í versta falli þarf að skera við þessu og losa þannig um þrýsinginn á Median tauginni sem orsakar þetta máttleysi.

Jaháhhh... hugsaði ég með mér, þá þarf ég sennilega að skipta yfir í plan A aftur, þ.e. að leggja áherslu á að ná mér í topp hlaupaform, en ég hafði í vor skipt yfir í plan B, sem var að leggja áherslu á þríþrautina. Það sem ég finn að gerist þegar ég er með hugann við þríþraut er að maður er einhvern veginn alltaf að spara sig pínulítið í því sem maður er að gera þá stundina til að eiga inni fyrir næstu æfingu í einhverju öðru...  Og þetta gerist líka í keppnum.  Í hlaupunum hef ég ekki fundið fyrir hungrinu í að bæta mig eða gefa allt í þetta, alltaf með hugann við næstu æfingu sem er handan við hornið og enginn tími í recovery...

En aftur að hlaupinu.  Það voru hörku góðar hlaupakonur með og nú breyttist planið hjá mér frá því að ætla að dóla þetta huggulega, í að sjá hversu vel ég gæti hlaupið.  Eftir nokkra km vorum við 4 konur í fremsta hóp, sem fljótlega skiptist í tvær og tvær, ég var í seinna hollinu.  Mín strategía var einföld, reyna að hanga í 3. konu eins lengi og ég mögulega gæti og ná þannig topp æfingu út úr þessu.  Það gekk vonum framar og þegar leið á hlaupið sá ég að þó ég þyrfti að hafa mig alla við á sléttum köflum og upp brekkurnar, þá átti ég auðveldara með að rúlla niður brekkurnar.  Þegar 3-4 km voru eftir þá lét ég vaða niður langa brekku og náði 100-150 m forskoti, sem ég náði að halda alla leið í mark.  Síðustu km voru frá 3:30 til 3:55 pace og ég fann í fyrsta skipti í langan tíma gömlu góðu keppnishörkuna mína.  Endaði sem sagt í 3. sæti á rúmri 1:11 (16,1 km), ca. 1 og 1/2 mín á eftir fyrstu konu (er ekki búin að sjá staðfest úrslit...)

Hér eru úrslitin!

Hlakka til að einbeita mér að fullum krafti að því að hlaupa hratt og nú er fókusinn aftur kominn á sub 40!  

24. jún. 2010

Sprauta honom...

Fór í eftirmeðferð eftir æðahnúta skurðaðgerðina áðan, fjórar sprautur samtals.  Er komin í sexy lærasokkana aftur og þarf að slaka á í tvo daga, bannað að fara í sturtu.  Hentar mér ágætlega núna.  Á sunnudaginn ætla ég að vera komin með mátt í höndina og legs to die for...  :) 

Staðan í stigakeppninni í götuhjólreiðum!

Átta

Við hjónin vorum heldur betur samstillt í gær í Miðnæturhlaupinu, Þórólfur var 8. karl í mark og ég 8. kona!

23. jún. 2010

Svo þreytt...

Er búin að vera alveg brjálæðislega þreytt eftir helgina.  

Eftir dagleiðina á laugardaginn fann ég fyrir máttleysi í hægri hendinni. Ég þurfti að taka vel á því til þess að halda í við Daníel Smára, sennilega ekki verið nógu dugleg að skipta um stöðu á stýrinu og fengið einhvers konar álagsmeiðsl.  Ég á í mestu vandræðum með daglegar athafnir (eins og að pikka á lyklaborð), gripið er handónýtt á milli þumalfingurs, löngutangar og baugfingurs.  Finn samt ekkert fyrir verkjum, er bara drullu máttlaus.  Passaði vel uppá að reyna að hvíla hendina á sunnudaginn í Garfningnum og svo síðustu daga.  Staðan er samt ennþá sú, að ég er ekki mikið betri og þarf sennilega að láta kíkja á þetta á eftir til að vita nákvæmlega hvernig ég á að bregðast við.

Eins og alltaf þegar ég finn fyrir svona þreytu þá skoða ég æfingadagbókina mína og þar fæ ég yfirleitt staðfestingu á því að, já, nú er komin tími til að slaka á.  

Æfingadagbókin mín síðustu vikur:



Í kvöld er Miðnæturhlaupið og ég ætla að skokka mér til skemmtunar og yndisauka, hvetja manninn minn til dáða og vini mína.  Og nei, ég ætla ekki undir 40!

21. jún. 2010

Litla prinsessan í risinu

Það er þvílík hamingja hjá vinum okkar í risinu. Þau ljóma af stolti yfir litlu prinsessunni sinni, svo gaman að fá að taka þátt í þessu með þeim. Lilja er búin að fara margar ferðir upp með pakka og dót handa 'ogguponsupínulitla barninu hennar Karolinu'



Lilja dáist að henni í gamla rúminu sínu.


Velkomin í heiminn, Suzanna!
Posted by Picasa

20. jún. 2010

Landskeppni - Dagur 3


Margrét og Eva Margrét
Jæja þá er þetta ævintýri búið. Er búin að hjóla 170 km á þremur dögum og eina sem ég finn fyrir er að ég er máttlaus í hægri hendinni eftir gærdaginn... Ég hef ekki verið nógu dugleg að skipta um stöðu á stýrinu og hreyfa fingurna.  Þetta er frekar fyndið, get ekki einu sinni borað í nefið á mér, en ég gat alveg hjólað þessa 66 km í dag, smá erfitt að skipta um gíra hægra megin en þetta er ekkert vont, bara máttlaus.   Erfið leið í dag, þrír 21 km hringir í brekkunum í Grafningnum og svo var endamarkið langleiðina upp Nesjavallabrekkuna.

Við vorum þrjú sem héldum hópinn langleiðina, ég, Oddur og Emil.  Emil tók af skarið í endasprett og hann endaði hálfri mínútu á undan mér.  Ég kláraði á 2:34:13 og Oddur var svo einhverjum 5 mínútum á eftir mér.  Þvílíkt puð að pjakka þarna upp og þá var eins gott að eiga aðeins eftir í lærabankanum. Ánægð með daginn og helgina. Var eina konan sem kláraði alla leggina, vann þá alla og skemmti mér konunglega!

Úrslit dagsins  

Bætti inn hæðarkorti af dagleiðinni sem ég nappaði frá Oddi.



Posted by Picasa

19. jún. 2010

Landskeppni - Dagur 2, kvennahlaup og Hjaltalín

Lét mér ekkert leiðast í dag.  Margrét náði í mig klukkan hálf níu og við lögðum í hann á Þingvelli þar sem við tókum þátt í öðrum degi landskeppninnar í götuhjólreiðum.  Á boðstólnum var 68 km leið frá Þingvöllum í áttina að Grímsnesi og til baka.  Það ringdi á okkur og var töluvert hvasst en annars er umhverfið svo fallegt að maður gleymir sér.

Náði að hanga í körlunum fyrstu km en eftir nokkrar brekkur og spretti þá enduðum við tvö saman, Daníel Smári stórhlaupari og ég, en við vorum samferða alla leiðina.  Margrét var svo óheppin að sprengja eftir 20 km þannig að hún datt úr leik.  Við vorum bara tvær sem lögðum í þetta, þannig að sigurinn var minn og ég endaði á tímanum 2:17:09 eða á rétt tæplega 30 km/klst meðalhraða.

Brunuðum í bæinn og þegar heim var komið, hoppaði ég úr hjólagallanum, í hlaupagallann og náði í mömmu en við förum alltaf saman í kvennahlaupið.  Náðum svo í Lilju til ömmu og afa í Garðabæ og við stöllur hlupum saman 2 km.  Bara gaman!  


Við hjónin vorum svo að koma heim af frábærum tónleikum með Hjaltalín og Sinfó.  Nú er bara að bóna hjólið fyrir lokadaginn í landskeppninni.  Líst ekki alveg á lýsinguna:  65 km í dauðabrekkunum við Nesjavelli...  Rock on!

18. jún. 2010

Landskeppni - Dagur 1



5 fræknu til í tuskið
Þórólfur, Margrét, Oddur, Eva og Sigrún


Oddur sér um flutininginn á hjólum og fólki :)

Margrét, Eva Margrét og Margrét

Posted by Picasa

Gleði, gleði, gleði...

Við höfum ekki undan að halda uppá skemmtilega viðburði!  Á miðvikudaginn var ég svo glöð að vera að komast í 4 daga frí.  Hjólaði heim í besta skapinu mínu enda átti ég líka von á því að Hæstiréttur myndi koma með góðar fréttir fyrir okkur.  Við hjónin gátum ekki annað en dregið fram freyðivínsflösku sem hafði beðið í kompunni eftir rétta tækifærinu og skáluðum út á svölum í kvöldsólinni!



Sautjándi júní var frábær hjá okkur öllum.  Gabríel fékk að fara með vini sínum í Borgarnes og taka þátt í hátíðahöldunum þar.  Hann tók m.a. þátt í keppnishlaupi og varð 3. af öllum, voða ánægður með sig.  Við hjónin hjóluðum með Lilju niðrí bæ og hittum þar afa Þór.  Við sáum Brúðubílinn, afi splæsti í risa Dóru blöðru og Lilja fékk íslenska fánann á kinnina í tilefni dagsins.  Á heimleiðinni fengum við okkur kaffi og með því á Amokka, bara notalegt. 




Svipmyndir úr miðbænum


Mestu gleðifréttirnar áttum við þó eftir að fá.  Hann Przemek (leigjandinn okkar í risinu) hringdi í okkur rétt rúmlega níu um kvöldið og tilkynnti okkur að þau Karolina hefðu eignast dóttur rétt fyrir klukkan átta og allt hefði gengið vel.  Þau koma heim í dag og við getum ekki beðið eftir að fá glænýja prinsessu í húsið.  Við upplifum okkur sem svona ská-ömmu og afa :)

Í dag á svo hún mamma mín afmæli og við Lilja byrjuðum daginn á að syngja fyrir hana.  Já, bara ef þið vissuð það ekki, þá er ég nefnilega svo heppin að eiga bestu mömmu í heimi...
Posted by Picasa

16. jún. 2010

Láta vaða!

Búin að skrá mig í þriggja daga Landskeppni í götuhjólreiðum um helgina:

Dagleiðir
Föstudagur 18. júní kl 19:30
Tímataka. Krýsuvíkurvegur, 20 km.
Startað verður til suðurs frá Bláfjallaafleggjara og snúið við á keilu, hjólað norður að hringtorgi, snúið við í suður og hjólað aftur upp að keilu, snúið við og hjólað í mark. Samtals 1 1/2 hringur.

Laugardagur 19. júní kl 10.00
Hópstart. Þingvellir - Grímsnes - Þingvellir, 68 km.
Startað og endað verður við Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum. Þingvallavegur hjólaður í suður í átt að Grímsnesi þar sem snúið verður við á keilu í Þrastarskógi eftir 34 km og sama leið hjóluð til baka.

Sunnudagur 20. júní kl. 10
Hópstart. Grafningur, 65 km.
Startað og endað verður í miðri Nesjavallabrekkuog hjólaðar 3 “pulsur” í Grafningnum. Tímataka hefst í Nesjavallabrekku en keppnisstjóri fer á undan keppendum niður að gatnamótum við Grafningsveg þar sem keppni mun hefjast.

Og fyrst ég var  byrjuð á annað borð þá slæddist þetta með...

Íslandsmót í hálfum járnkalli
Sunnudaginn 11. júlí fer fram  hálfur járnkarl í Hafnarfirði og hefst keppnin kl. 8:30 við Ásvallalaug.
Vegalengdir eru: 1,9 km sund, 90 km hjól, 21.1 km hlaup
.


Æ, já svo er Miðnæturhlaupið þarna einhversstaðar á milli og svo tek ég eitt eða tvö keppnishlaup í Amríkunni 3./4.júlí, ekki hægt að sleppa því!

15. jún. 2010

Hvernig...

... tókst þér að komast í kjörþyngd eftir 20 ára baráttu við offitu og viðhalda árangrinum í 8 ár?

Ég lét stinga slöngu upp í rassinn á mér og borða 500 kaloríur á dag!


Smellið hér til að fá nánari upplýsingar :)

14. jún. 2010

Rólegheita helgi eða þannig :)

Við hjónin ákváðum að sleppa öllum keppnum þessa helgina og einbeita okkur að börnum, búi og hvíla okkur svolítið.  Ég held að við höfum bæði vaknað alveg úrvinda í morgun, en ánægð eftir alla 'hvíldina'.  En í hnotskurn þá leit rólegheitahelgin svona út hjá okkur:

Föstudagur eftir vinnu:
  • Fengum vinkonu hennar Lilju í heimsókn.
  • Fórum út með uppblásna barnasudlaug út í garð og fylltum af vatni.
  • Tvær nágrannaskvísur bættust í hópinn.
  • Og svo tvær vinkonur í viðbót.
  • Inn með 4 stelpur (og eina mömmu :) og allar í bað (nema mamman) til að hlýja sér.
  • Þurrka, gefa snarl og skila.
  • Henda í eina, tvær þvottavélar.
  • Elda og borða kvöldmat.
  • Þrífa nýja hjólið :)
  • Græja guttan í gistingu hjá ömmu og afa.
  • Horfa á hálfa bíómynd með bóndanum.
Laugardagur:
  • Vakna um 7 og fara að sinna dömunni.
  • Baka hafrakökur handa strákunum.
  • Fara út að hlaupa 18 km í roki og rigningu þegar pabbi fór á fætur.
  • Þrífa aðeins heima eftir mat, því það var allt í rúst!
  • Ná smá blundi þegar stelpan datt út af seinni partinn.
  • Þvo eins grilljón þvottavélar.
  • Líma brotið dót.
  • Græja guttann í afmæli hjá vini sínum.
  • Skrúfa í sundur vídeótækið og hreinsa það (leiðbeiningar á youtube :)
  • Horfa á hinn helminginn af bíómyndinni!
  • Taka á móti guttanum og koma honum í bólið (allt of snemma fyrir hans smekk).
Sunnudagur:
  • Hlupum saman 10,5 km.
  • Þá skaust ég út og hjólaði 25,7 km, var orðin viðþolslaus...
  • Bakaði 2 Sibbubrauð.
  • Græjuðum Lilju í heimsókn til vinkonu hennar.
  • Græjuðum Gabríel í leiðangur með afa á víkingahátíð í Hafnarfirði
  • Fórum í Krónuna (barnlaus), aldrei þessu vant og keyptum inn.
  • Í sund og synti 1500 m.
  • Ná í stelpuna og fara með tölvuna upp í vinnu svo ég þurfi ekki að hjóla með hana á mánudag.
  • Þórólfur fór að þrífa bílinn.Fylgjast með stelpunni leika út í garði.
  • Undirbúa kvöldmat, sushi, lax og grill.
  • Sauma rúllugardínuna inni hjá Lilju sem var búin að rakna upp.
  • Finna til aukahluti á kerruna sem við lánuðum Karolínu og Przemek (hún er alveg að fara að eiga).
  • Bjarga kvöldmatnum, sem var í fullum gangi þegar ég fór að hjálpa K+P.
  • Sinna unglingnum sem er MJÖG krefjandi og skemmtilegur þessa dagana.
  • Koma stelpunni í bólið.
  • Fara út að hjóla með Þórólfi smá hring og kenna honum helstu atriðin í götuhjólreiðum.
Man ekki meira í bili en ég prísa mig sæla að það er þreföld keppnishelgi framundan í hjólreiðunum, það er sko pís of keik, miðað við að vera full time super mom...  :þ

11. jún. 2010

Nýtt dót

Ég er vel gift, það er enginn vafi á því.  Ég er búin að hjóla töluvert í sumar og það fer heilmikill tími í túrana og keppnirnar.  Þar sem við áttum bara einn racer og ég tók eiginlega af skarið með að nota hann, þá hefur það orðið þannig að ég hjóla en ekki Þórólfur.  Við söknum þess að eiga þetta sport ekki saman, eins og hlaupin og þá var spurning um að kaupa racer handa Þórólfi.

'Eva, þú hjólar miklu meira en ég og ert að keppa á fullu.  Er ekki sniðugra að kaupa nýtt hjól handa þér og ég fæ þá Skotta.  Þá get ég séð hvernig ég fíla þetta áður en ég fer að kaupa mér einhverja rosa græju'.



Ó, hvað það er gaman hjá mér.  Nú er kollurinn á fjórföldum snúning við að finna uppá einhverju sérstaklega skemmtilegu handa manninum mínum.  Má reyndar ekki kosta neitt brjálæðislega mikið, hehemmmm... :þ



9. jún. 2010

Sumarhátíð og blíðan

Skvísupósa

Leikskólastjórinn tilkynnti mér að Lilja myndi syngja með útskriftarkórnum á sumarhátíðinni þó hún sé ekki að útskrifast. Litlu dömunni minni fannst það nefnilega svo óréttlátt að það væru bara sumir sem áttu að fá að syngja að hún kvartaði hástöfum, þangað til hún fékk að vera með líka...


Það eru ekki margir dagarnir sem þetta er hægt, þvílíkt fjör!

Systkinakærleikur (eins gott að vera snöggur með vélina :)
Posted by Picasa

8. jún. 2010

Ólympísk þríþraut, sagan öll :)

Nú er komin hefð á að Oddur vinnufélagi minn og vinur, sæki okkur Margréti og við erum öll samferða í þríþrautir og hjólakeppnir.  Það er náttúrulega algjör lúxus fyrir okkur stelpurnar og í gær var ég tilbúin á slaginu 7:15, þegar hann renndi í hlað.  Við vorum komin upp í Ásvallalaug tímanlega og búin að koma dótinu okkar fyrir áður en tæknifundur hófts kl. 7:50.  Ég var með treyju til að fara í eftir sundið og ermar, en var í vafa um að það væri nógu hlýtt á hjólinu og setti þess vegna jakka líka á skiptisvæðið.  Hjálmur, sólgleraugu og númerabelti setti ég ofan á letingjann á hjólinu, allt í réttri röð svo ég þyrfti ekkert að hugsa þegar kæmi að skiptingu.  Eftir tæknifundinn hituðum við aðeins upp með því að hlaupa smá hring, nú gerir maður allt eins og Karen segir að maður eigi að gera :)

Skotti fullkomlega uppsettur með hjálm á sínum stað.  Það er hægt að smella á myndir til að stækka þær.

Sund 1500 m ~ 36:05

Ég gat synt svona hálfa ferð fram og til baka, eftir að hafa verið merkt á bakkanum áður en ræst var til sunds.  Rétt í því að niðurtalning hófst þá var ég eitthvað að laga sundhettuna mína og krækti puttanum í eyrnalokkinn minn sem opnaðist.  Ég byrjaði sem sagt þrautina á að keppast við að ná að loka honum aftur áður en niðurtalningu var lokið, 6, 5, 4,... hjúkk, 2, 1 af stað.  Ég synti af stað ákveðið en að mér fannst ekkert of hratt.  Þrátt fyrir það þá lenti ég strax í vandræðum, átti erfitt með öndun og svo varð mér alveg svakalega óglatt, en ég hef ekki lent í því áður.  Eftir 200 m var ég alvarlega að íhuga hvor ég myndi neyðast til að skipta yfir í bringusund, en ef maður gerir það þá er ekki aftur snúið.  Hægði verulega á mér og einbeitti mér að því að ná stjórninni aftur og eftir 500 m var þetta orðið þolanlegt og ég vissi að ég gæti klárað.  Ég hafði reiknað með að vera u.þ.b. 33-34 mínútur að synda svo ég var ekkert sérstaklega ánægð með tímann en ég var aftur á móti mjög ánægð með að hafa náð stjórn aftur í sundinu, nú veit ég að ég get það ef ég lendi aftur í þessu og mun þá síður gefast upp og fara í bringusundið.

Ég er fín á bakkanum :)

Hjól 40 km með skiptímum fyrir og eftir ~ 1:19:27

Var svo fegin að geta krafla mig upp úr lauginni og hljóp eins og vindurinn út að hjólinu mínu.  Panikk... enginn hjálmur og sólgleraugu og dótið mitt allt út um allt.  Ef maður er ekki með hjálm þá er þetta búið.  Reyndi að halda haus og klæddi mig í hjólaskóna og treyjuna á meðan ég leitaði í kringum mig að hjálminum mínum.  Fann hjálminn nokkru frá í grasinu en ekki sólgleraugun.  Milljón hugsanir þutu í gegnum kollinn, á ég að eyða tíma í að leita að gleraugunum eða að fara af stað án þeirra, sem mér hugnaðist alls ekki.  Á meðan ég var að gera það upp við mig ákvað ég að fara líka í jakkann, næst myndi ég sleppa því.  Rek svo augun í gleraugun mín í dóti við nokkru frá mínu dóti, þekkti þau strax á litlum límmiða sem ég hafði sett á spöngina til að greina þau frá Þórólfs gleraugum.  Nú var allt gott í heiminum og ég gat tætt af stað.

Hvar er dótið mitt???  Leita, leita, klæða meira, leita, leita...
  Á næstsíðustu mynd rek ég loksins augun í sólgleraugun mín í fatahrúgunni hjá næsta manni.

Eftir Timetrial keppnina og Þingvelli þá var ég búin að sjá að ég þarf ekki að spara mig á hjólinu.  Gaf bara allt í botn og hafði engar áhyggjur, mér hefur enn ekki tekist að keyra mig út á hjóli.  Fór fljótlega að pikka upp mér betri sundmenn og frábært að hafa brautina svona í lykkjum svo maður gat alltaf séð hvernig staðan var.  Lenti reyndar í smá vandræðum með gírana seinni 20 km en það var skipt um gíravír á hjólinu mínu rétt fyrir helgi og greinilega eitthvað teigst á honum við átökin.  Hoppaði upp og niður um fleiri gíra í einu og þurfti dekra Skotta í réttan gír hverju sinni með því að ýta aðeins og strjúka fram og til baka.  Ekkert sem hafði úrslitaáhrif, meira svona eins og sandur í skónum, pínu pirrandi en eyðilagði alls ekki ánægjuna af að hjóla, það var bara gaman.  Var 5. kona upp úr lauginni en náði að vinna mig upp í 3. sæti á hjólinu.

Hér líður mér vel!
  
Hlaup 10 km ~ 44:42

Þegar ég hjóla heim úr vinnunni á daginn, á harðakani og oftast á síðustu stundu, þá rétt hef ég tíma til að skipta yfir í hlaupaskó til að hlaupa niðrí leikskóla til að sækja Lilju.  Ég er ekki frá því að það hafi hjálpað mér í hjól/hlaup skiptingunni.  Alla vega þá hefur aldrei verið eins auðvelt að hlaupa af stað eftir hjólið.  Leið mjög vel allan tímann og rúllaði þetta jafnt.  Vann mig upp í 2. sætið eftir 1-2 km og á leiðinni út eftir sá ég að það var ekki möguleiki að ná fyrstu konu, hún hafði of mikið forskot frá því í sundinu (synti 10 mín hraðar en ég).  Þá var bara að njóta þess að klára þessa þraut eins vel og hægt var.  Kom hoppandi kát í mark á tímanum 2:40:16, önnur kona í mark og gull í aldursflokki.

Margrét og Oddur stóðu sig líka eins og hetjur og ekki að sjá að þar séu nýliðar á ferð.  Oddur var ekki nema 2 mínútum á eftir mér í mark og Margrét fékk silfur í okkar aldursflokki.  Fyrir þessa þraut þá var ég eiginlega alveg búin að blása af að vera með í hálfa járnkarlinum í júlí, bara svo mikið annað skemmtilegt í gangi, en nú verð ég að viðurkenna að hann er alla vega kominn bak við eyrað...

Myndirnar eru allar teknar af Jónannesi Rúnari Jóhannessyni og birtar á síðu Þríþrautarsambans Íslands ásamt úrslitum.

6. jún. 2010

Ólympísk þríþraut í Hafnarfirði

Fyrstu Ólympísku þrautinni lokið á tímanum 2:40:16 ~ 2. kona í mark og fyrst í aldurflokki ~ Meira á morgun, farin í sófann til elskunnar...




Eva og Margrét, fyrsta og önnur í aldursflokki!
Posted by Picasa

3. jún. 2010

Timetrial á Krísuvíkurvegi




Algjör snilld!
Myndirar eru af http://www.hfr.is/ síðunni teknar af Geir og Robba og þar má finna úrslit líka.
Posted by Picasa

2. jún. 2010

1. jún. 2010

Alvöru klipping

Lilja fór í fyrsta sinn í 'alvöru' klippingu á 'alvöru' hárgreiðslustofu í síðustu viku. Hingað til hef ég bara séð um þetta sjálf en á árshátíðinni í vinnunni hjá honum Þórólfi, vann ég gjafakort í klippingu og þar sem mér dettur ekki í hug að halda framhjá minni klippidömu, þá bauð ég Lilju í staðinn. Henni fannst þetta ótrúlega mikið sport og var alveg eins og engill. Klippikonan sléttaði líka á henni hárið og hún var alveg heilluð yfir því. 'Hvert fóru krullurnar mínar?'.
Posted by Picasa

Rauður maí

Ég var bara smá þreytt í gær, hvað er í gangi?

Thí, hí, veit alveg upp á hár hvað er í gangi og þess vegna ákvað ég að hlusta á líkamann og taka rólegheita dag í gær.  Ég hjólaði ofur rólega í vinnuna og lét mig eiginlega bara renna heim aftur. Ég skottaðist af stað með bóndanum á hlaupaæfingu, en hjóp bara upphitunina með hópnum og svo aftur heim, í staðinn fyrir hörku 10 km æfingu á brautinni.  Ég var búin að gera sunddótið klárt áður en ég hljóp af stað, skaust  aðeins í laugina og synti rólega 600 m, hugsaði um stíl og gerði nokkrar öndunaræfingar.  Slakaði svo á í pottinum á eftir, kom snemma heim, dúllaðist með litla skottinu mínu og var bara spræk þegar strákarnir mínir komu heim.   

Æfingadagbókin er ansi rauð í maí en það eru keppnirnar sem eru rauðlitaðar.  Reyndar ætti allt hjól frá 5. - 25. maí eiginlega að vera rautt líka af því þá vorum við að keppa í 'Hjólað í vinnuna'.   


Innan bankans þá sigraði liðið mitt örugglega en við hjóluðum samtals 2722 km á 13 dögum, næsta lið á eftir var með 1779 km.  Í heildarkeppninni hlaut Íslandsbanki hlaut 3. verðlaun í sínum flokki bæði í fjölda daga og fjölda km.


Við Oddur tókum á móti verðlaununum en við hjóluðum samtals 1127 km á þessum 13 dögum.