22. ágú. 2010

Reykjavíkurmaraþon fyrir allan peninginn

Menningarnótt er afskaplega lítið menningarleg hjá okkur fyrir utan náttúrulega hlaupamenninguna... Við erum hætt að hugsa um að troða einhverju öðru inn í dagskránna þegar við erum öll að hlaupa á sitthvorum tímanum á sitthvorum staðnum með tilheyrandi fólksflutningum og sturtuferðum.  Við hlökkum bara til að verða gömul, þá ætlum við að rölta um miðbæinn að kvöldi til, vera búin að leggja okkur um miðjan daginn og jú auðvitað hlaupa eitthvað líka...

En alla vega, við hjónin vöknuðum hálf sjö til að borða hefðbundin hlaupa morgunmat fyrir hálfmaraþonið, félagi okkar kom og sótti okkur klukkutíma síðar en þá var afi Þór komin til að passa krakkana.  Klukkutíma síðar kom annar vinnufélagi minn og pabbi vinkonu hans Gabríels, náði í strákinn fyrir okkur og kom krökkunum á sinn stað fyrir 10 km hlaupið.  

(Hér skal draga andann djúpt og lesa í einum rikk...)  Planið var svo að við myndum hlaupa eins og vindurinn, taka á móti Gabríel í markinu, hitta afa Þór og Lilju á Umferðamiðstöðinni, koma okkur heim í sturtu, fá okkur að borða, gera okkur klár fyrir Latabæjarhlaupið, keyra aftur niður á Umferðarmiðstöð, hlaupa með Lilju, horfa á barnadagskránna, koma okkur aftur heim, gera okkur fín og sæt, hitta hlaupafélagana á Caruso, borða góðan mat, labba um í miðbænum, koma börnunum heim og í ból og alls ekki missa meðvitund fyrr en við værum sjálf komin í ból.  Og svoleiðis var það!

Þórólfur varð 3. í hlaupinu á 1:19:01, ég var 5. kona á 1:29:52, við vorum í 3. sæti í sveitakeppninni, Gabríel hljóp 10 km á 56:06 og Lilja VANN Latabæjarhlaupið eða það segir hún alla vega... Svipmyndir frá deginum okkar sem eru fengnar að láni héðan og þaðan:
Gabríel og Karítas
Look-ið alveg pottþétt!
Svo er gott að nota þessa karla í að skýla sér :)
Þórólfur ekkert að flýta sér, all in good time...
Lilja vann sko!
Solla stirða, Íþróttaálfurinn og Glanni glæpur omg.
Komin í sparifötin, soldið fín.
Krakkarnir prúðir og stilltir
Strákarnir...
... og stelpurnar
Á röltinu með félögunum

Engin ummæli:

Skrifa ummæli