19. ágú. 2010

Draugaverkir

Nú er ekki talað um annað en maraþon undirbúning í vinnunni hjá mér og já hjá venjulegu fólki skiptir ekki öllu máli hversu langt er hlaupið þegar maður er að undirbúa sig fyrir 'Maraþon'.  Ég er löngu hætt að tuða um maður geti eiginlega ekki talað um að hlaupa maraþon þegar maður tekur þátt í 10 km hlaupinu eða skemmtiskokkinu, það er bara til að skemma stemmninguna.

Nokkrir sem ég þekki eru að fara að hlaupa lengra en þeir hafa nokkurn tíma gert, jafnvel hálft eða heilt maraþon og eru með stórar áhyggjur af því að allt í einu er komin verkur í hné eða bak...  Ég róa þá viðkomandi og segi þeim frá fyrirbærinu sem kallað er 'Draugaverkir' og gera vart við sig þegar maður dregur úr æfingaálagi og koma eins og skrattinn úr sauðaleggnum!  Draugaverkir tilheyra síðustu dagana fyrir maraþon og hafa engin áhrif þegar maður er komin á ráslínu í hlaupinu sjálfu.  Verkirnir hverfa á jafn undraverðan hátt og þeir birtust, þannig er það bara.

Við vorum með síðbúið afmæliskaffi á sunnudaginn fyrir strákan á heimilinu.  Efst á óskalistanum hjá Gabríel voru Carhartt föt og hann fékk bæði flottan bol og peysu og var þvílíkt glaður með daginn.  Lilja fékk smá pakka líka en það var lítið málninga sett fyrir dömur.  Hún var þvíklíkt glöð að fá sitt eigið snyrtidót en hingað til hefur hún nokkrum sinnum læðst í dótið hjá mömmu sinni við litla vinsældir.  Einhver spurði: 'Ertu að mála þig svona fínt?'  'Nohojdsss... ég er að snyrta mig!'  




Eftir Ameríkuferðina þá hefur mín litla verið mjög hænd að mömmu sinni, næstum eins og ástfanginn unglingur: 'Nei, mamma á að gera þetta, ég við vera hjá mömmu, mamma, mamma, mammahhhh....'.  'Mamma, ég er alveg mömmusjúk!'.  Hún teiknaði svo þessa mynd af okkur mæðgum.



Ég sé um að klippa krakkana og nú vildi Lilja fá alveg stutt hár.  'Eins og þú mamma!'.  Það var ekki samþykkt :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli