17. júl. 2010

Sigursæl á Vestfjörðum

Elsku Gabríel okkar er 12 ára í dag. Við keyrðum inn á Þingeyri og tókum þátt í 4 km skemmtiskokkinu þar og afmælisstrákurinn gerði sér lítið fyrir og sigraði, svo flottur.

 

Við hjónin stóðum okkur líka bara vel í gær í Óshlíðarhlaupinu.  Þórólfur sigraði í hálf maraþoninu á nýju persónulegu meti, rúmlega 1:16, svo flottur.  Hann fekk að launum ævintýraferð í Vigur og við erum að fara í hana á mánudaginn, spennandi.   Hann og félagar hans, Jósep og Sigurjón sigruðu sveitakeppnina.

Jósep, Þórólfur og ?

Ég hljóp á næst besta tímanum mínum í 10 km og náði mínum markmiðum, þ.e. að fara undir 41 mínútu.  Hljóp á 40:53 og var önnur stelpa :)  í mark á eftir Anítu Hinriksdóttur.   Ég og mínir félagar, Siggi og Oddur sigruðum sveitakeppnina í 10 km.

Gígja og Eva
Jósep, Sigurjón og Þórólfur í sigursveitinni.

Siggi, Eva og Oddur.  Vá hvað það er gaman hjá mér!

Tilbúin í átökin :)
Á endaspretti...

Áe
Ég vann!
Nú er það Vesturgatan á morgun og við erum í svaka stuði, hlökkum til!

2 ummæli:

  1. Frábærar myndir og greinilega geggjaður dagur.

    Það verður sko gaman þegar Lilja fer að hlaupa sínu 5K og 10K :)

    Til hamingju með frábæran dag!

    SvaraEyða
  2. Takk! Þú ert ekkert smá flott á auglýsingaspjöldunum fyrir RM, rock on my siztah...!

    SvaraEyða