27. ágú. 2010

Lítill bróðir í Kanada

Fengum aldeilis stórar fréttir í gær.  Gabríel eignaðist lítinn, já alveg pínkulítinn bróður í Kanada!  Við áttum nú ekki von á honum fyrr en í nóvember en hann var eitthvað að flýta sér í heiminn.  Hann var bara 3 pund og þarf sennilega að vera í einhverjar vikur á spítala til að safna kröftum.  Hann er í hitakassa en getur núna andað sjálfur og er með sterkan hjartslátt svo þetta lítur allt saman vel út.

Ég fór í 'Shop till you drop' leiðangur í gærkvöldi með vinkonu minni.  Við gerum þetta svona tvisvar, þrisvar á ári, fáum okkur snarl og röltum um Smáralindina, Kringluna eða á Laugaveginum.  Þetta eru 3-4 tíma túrar í það minnsta...  Í gær var alveg sérstaklega gaman hjá okkur og við komum flissandi heim.  Byrjuðum á að fá okkur að borða á Energia og ég fékk mér æðislega gott kjúklinga, kókos, karrý salat með nan brauði, nammm!  Fann nýja búð í Smáralindinni sem heitir Imperium og þar komst ég í flottustu gallabuxur bæjarins og haldið ykkur fast, þær kostuðu frá 5-8 þúsund!  Þjónustan var líka frábær, afgreiðslukonan var ekkert að láta mig eyða tímanum í að máta einhver vonlaus snið fyrir mig heldur sagði mér það strax ef buxurnar voru alltof lágar í mittið eða myndu vera of þröngar yfir lærin.  Þvílíkur tímasparnaður og margföld ánægja að máta bara flíkur sem maður passar í!

Fann þessa mynd á innranetinu hjá okkur en hún var tekin rétt eftir hlaupið hjá okkur á laugardaginn:

Engin ummæli:

Skrifa ummæli