2. maí 2011

Aðlögun

Stóra stelpan okkar er byrjuð á nýjum leikskóla, reyndar á sömu lóð... og á sennilega eftir að sameinast gamla áður en langt um líður en engu að síður stórt stökk fyrir litla dömu.  Aðlögunin gengur eins og í sögu, Lilja var svo tilbúin í meira fjör og stærri krakka.  Mamman fékk smá í magann við öll lætin en er að jafna sig :)

Með Ingu leikskólastjóra á Hlíðarenda og Öldu aðstoðar

Bóndinn er búin að skrúfa niður eldhúsið og við seldum það á Barnalandi, já það selst allt þar.  Við erum flutt með allt eldhúsdótið í borðstofuna og látum fara vel um okkur þar næstu vikurnar.  Við fáum nýtt eldhús afhent eftir tvær vikur en í millitíðinni þurfum við að gera allt klárt fyrir uppsetningu.  Við keyptum ofn og helluborð í dag og þá eigum við bara eftir að finna vask og blöndnartæki, allt annað er komið á hreint. 

Svo gott að fá vorið í dag.  Fór út að skokka í góða veðrinu í staðinn fyrir að fara inn í tíma og í dag var þetta skokk og ganga til skiptis.  Fór rúma 10 km og kom alsæl heim eftir útiveruna.  

Þórólfur stóð sig með sóma í Vorþoninu, hljóp 1/2 maraþona á 1:19 og náði 3. sætinu á síðustu km eftir að hafa verið 5. mest allt hlaupið.  Svona er þetta bara þegar maður er komin með smjörþefinn af pallinum, þá kikkar inn auka gír.  Ánægð með minn mann, nú þegar það er bara einn fjölskyldumeðlimur að draga bikara í bú, þá er það bara gert í hverju hlaupi, yeehaawww...


2 ummæli:

  1. Hann var flottur að flýta sér þarna í lokin til að ná í bikar. Til hamingju með hann.

    SvaraEyða
  2. Já og til hamingju sömuleiðis! Flott hlaup hjá þér Alma og gaman að sjá þig á palli :)

    SvaraEyða