6. maí 2011

Ég á glaðan strák

Stór dagur hjá okkur í gær.  Heill her af iðanaðrmönnum (ok lítill her :) var hjá okkur að saga niður vegg og græja vatnslagnir í framhaldinu.  Nú er búið að opna í gegn og eldhús og borðstofa orðið eitt rými.  Ja, fyrir utan að það er ekkert eldhús í eldhúsinu ennþá og að það er ryk og drulla út um allt þá er þetta bara algjör snilld.  

En... aðalmálið var að þegar við komum heim um kvöldið þá beið bréf eftir honum Gabríel.  Hann var tilnefndur af sínum þjálfara í Úrvalsbúðir KKÍ 2011.  Úrvalshóparnir eru undanfari yngri landsliða Íslands þar sem unglingalandsliðsþjálfarar stjórna æfingum og fara yfir tækniatriði.  Ótrúlega spennandi og við erum svo stolt af stráknum okkar!

2 ummæli:

  1. Vá til hamingju með drenginn, þetta er ekkert smá hvetjandi fyrir hann :) Æði alveg hreint :)
    Frábært að framkvæmdirnar í eldhúsinu gangi vel.

    Gaman að því að þið skylduð verða á myndasíðum blaðanna, er ekkert hissa á því að þeir setji myndir af svona glæsilegu fólki.

    Kv, Sigga Júlla

    SvaraEyða
  2. Takk fyrir Sigga Júlla :) Gengur eins og í sögu með eldhúsið, búin að skúra svona milljón sinnum og svei mér þá ef mesta rykið og drullan séu ekki farin!

    SvaraEyða