28. apr. 2011

Páskar og hreiðurgerð

Fínir páskar að baki hjá okkur og við létum veðrið ekkert fara í taugarnar á okkur.  Fórum í staðinn daglega í sund, ekki beint freistandi að vera úti annars... og svo drifum við okkur loksins, loksins í Bláa Lónið.  Við unnum árskort í fyrra í einhverjum hlaupum og áttum eftir að virkja þau.  Bogomil Font var með tónleika þegar við vorum þarna og krakkarnir skemmtu sér vel.  Öll aðstaðan er náttúrulega allt önnur en í gamla daga en kuldaskræfan ég, mér finnst að það mætti aðeins fíra upp í hitanum á vatninu.  Var alveg á mörkunum að líða vel í hlandvolgu vatninu og var fljót að finna mér heitan blett til að hlýja mér inn á milli.  En alla vega áttum fínan dag og    við förum örugglega bráðum aftur, tala nú ekki um ef sólin fer að skína á klakanum.

Annars vorum við heilmikið í matarboðum en á páskadag vorum við heima hjá okkur, kjarnafjölskyldan.  Í ár breyttum við aðeins til og höfðum lambafillet að hætti bóndans í matinn, sætkartöflumús og hið ómissandi Waldorf salat, sem er aðalmáltíðin hjá mér á sparidögum, nammi namm.

Nú er allt komið á fullt í eldhúsframkvæmdum.  Erum búin að fjárfesta í nýju eldhúsi sem við fáum afhent um miðjan maí.  Nú erum við (Þórólfur :)  að rífa niður gömlu innréttinguna, við þurfum að láta fjarlægja einn vegg, flota gólf og ég veit ekki hvað.  Næstu vikurnar verður sem sagt útilegu stemmning á heimilinu en það er bara gaman, við verðum fljót að aðlagast því.  

Annars er bara brjálað að gera í félagslífinu, saumaklúbbur, leikhús, vinnuskemmtun hjá mér, vinnuskemmtun hjá Þórólfi, hlaupaviðburðir, Verzló reunion og ég veit ekki hvað og hvað.  Er þá bara að tala um næstu 2-3 vikur.   Svo er ég að fara að detta í fertugt (jeiii... loksins) um miðjan mánuðinn og það er búið að skipuleggja eitthvað óvissu í kringum það, plús að ég ætla aðeins að halda uppá daginn sjálfan.  Pjúff, þetta virðist koma í skorpum eins og annað og ég er ekki að sjá að ég komist yfir að vera með í öllu sem mig langar til.  Þarf virkilega að setjast niður núna og velja og hafna, svo ég fari nú ekki alveg með mig :þ

2 ummæli:

  1. Sæt á þér 25 vikna "bumban" - ég get alveg búið til stærri bumbu með því að slaka aðeins á magavöðvunum:)

    SvaraEyða
  2. Einmitt Sóla og systir þín kannski líka!!! Fylgist með þér og þínum á blogginu þínu og bið að heilsa :)

    SvaraEyða