5. maí 2011

Víkingur, Katrín, Össur og við :)

Fyrsti í afmæli hjá mér í gær.  Þórólfur var búin að kaupa miða fyrir okkur á opnun Hörpunnar og ég fékk bara að vita það í gær.  Ég var á sínum tíma ein af þeim sem unnu nafnasamkeppnina á tónslistarhúsinu og mínum manni fannst ekki annað koma til greina en að bjóða spúsu sinni á opnunina.  Við klæddum okkur upp í okkar fínasta púss og mættum tímanlega til að skoða gripinn.  Frábærir tónleikar og mikil upplifun að sjá húsið þó svo það sé heilmikil vinna eftir.  Hittum fullt af skemmtilegu fólki og nutum tónlistarinnar í botn.  

Þegar ég var að hjóla í vinnuna í morgun hringdi mamma í mig, uppnumin alveg...  'Þið Þórólfur eruð í Mogganum í dag.  Það er sko mynd af Víkingi Heiðari og af ráðherrunum Katrínu Jakobs og Össuri og svo eruð þið í miðjunni!!!'.  Um leið og ég mætti í vinnuna kom til kona og sagðist hafa séð mynd af okkur í blaðinu.  'Er maðurinn þinn tengdur Sinfoníunni?...'   Öhhh nei...  Við hjónin erum þvílíkt búin að flissa yfir þessu.  Gaman :) 

Það er hægt að stækka úrklippuna með því að tvísmella á hana.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli