24. maí 2011

Litla húsmóðirin

Á sunnudagsmorguninn vaknaði skottið okkar frekar snemma eins og venjulega.  Pabbi hennar setti barnapíuna í gang (barnasjónvarpið) og við fengum að kúra aðeins lengur.  Eftir skamma stund heyrum við eitthvað brambolt í borðstofunni (sem gegnir hlutverki eldhúss í bili) og leggjum við eyrun.  Svo heyrum við að örbylgjuofninn er opnaður og svo trítlar stelpan inn til okkar.

Mamma geturðu hitað fyrir mig hafragrautinn?   Hún hafði sem sagt fundið sér skál, sett haframjölið í, bætt smá kanel út í, lenti í smá vandræðum með saltið af því það var næstum búið, bætti vatni í skálina, stappaði banana út í, dró hnallinn að ísskápnum og stakk skálinni inn í örbylgjuna.

Vá hvað þú ert dugleg Lilja!  Já ég vildi bara aðeins leyfa ykkur að kúra lengur.

Ég hitaði grautinn og var mjög forvitin að sjá hvort þetta væri ætt hjá henni.  Grauturinn á borðið og mín sótti mjólk, setti út á, hrærði og ...   Borðaði svo upp til agna!

Vorum ekkert smá stolt af litlu húsmóðurinni, n.b. það var alveg til Cherioos sko.

3 ummæli:

  1. Litli snillingurinn minn! Spurning hvort hún ætti að taka nýju fegurðardrottninguna í kennslustund. Hún fær sér nefnilega alltaf hafragraut með bönunum með morgnana - ef mamma eldar, annars er það ristað brauð!!

    SvaraEyða
  2. Hahaha, fyndið!

    Ekki það, ég kunni örugglega ekkert að búa til hafragraut fyrr en eftir að ég átti Gabríel. Það er sem sagt ekki öll von úti enn :)

    SvaraEyða