8. maí 2011

Mæðradagurinn

Mikið var gaman að vakna í morgun og kíkja út um gluggann.  Þvílík blíða og allt skítaveður síðustu vikna löngu gleymt!   Við hjónin tókum daginn snemma og skokkuðum sunnudagshinginn (sitt hvoran n.b. á sitt hvorum hraðanum... :) í blíðunni.  Í dag gekk eins og í sögu að hlaupa, fór 10,15 km og leið hrikalega vel.  Það var svo hlýtt á tímabili að ég var að spá í að svifta mér út peysunni en hélt aftur af mér.  Það hefði verði sjón að sjá mig með bera bumbuna skoppandi upp og niður, thí hí.

Eftir hlaupatúrinn og sturtu fórum við til mömmu og pabba í brunch, með viðkomu í Blómavali, en Lilja okkar hafði fengið að gista hjá þeim. Það var nefnilega 2. í stórafmæli í gærkvöldi (hvar endar þetta!).  Bóndi minn færði mér gjafabréf númer 2 sem innihélt boð í Borgarleikhúsið á Nei ráðherra og út að borða á undan, á stað að eigin vali.  

Gabríel fékk að koma með í þetta sinn, við klæddum okkur upp í okkar fínasta púss og byrjuðum á því að fá okkur bita á Horninu, alltaf jafn kósý þar.  Við skemmtum okkur vel á sýningunni, gaman að fara í leikhúsið og sérstaklega gaman að hafa stóra strákinn okkar með.  Ég held svei mér þá að við förum að slá einhver met í menningarlegheitum bráðum!!!  Eigum miða á Faust seinna í mánuðinum og svo förum við á tónleika með Páli Óskari í júní.  Ja, það er um að gera að nota tímann sem annars færi í keppnir og flæking vegna þeirra, í eitthvað uppbyggjandi.

Nú er erfið vika framundan hjá guttanum okkar, prófavika og það þýðir að maður þarf að sitja inni í góða veðrinu og læra meðan allir aðrir í heiminum geta verið úti að leika!  Fékk hann til að taka eina bumbumynd á svölunum eftir hlaupatúrinn í morgun en á 'Pregnancy Calendar'-num í gær stóð: 'Welcome to your last trimester!'.  Ég segi bara á móti: 'Thank you very much!'.

1 ummæli:

  1. Glæsileg að vanda! Til hamingju með Gabríel - það er ekki leiðinlegt að eiga úrvalsbarn!

    SvaraEyða