15. apr. 2011

Áfanga náð

Í gær var sýning í sundskólanum hjá henni Lilju, krakkarnir hafa lokið 10 vikna námskeiði hjá Ægi, æfingar tvisvar í viku.  Nú er komið sumarfrí og næstu námskeið byrja í haust.  Eins og við vorum oft varla að nenna að drífa okkur beint eftir vinnu, oft í skítaveðri, þá finn ég núna að ég á eftir að sakna þessara föstu punkta í rútínunni okkar.  

Nokkrar svipmyndir af sýningunni

Lilja með viðurkenningarskjal og blóm í verðlaun

Annars var hann Gabríel að hringja í mig rétt í þessu og láta vita að hann hafi unnið páskaegg á einni útvarpsstöðinni.  Það er nefnilega skertur skóladagur í dag hjá honum og árshátíð, þannig að hann fékk að sofa út í morgun og dóla sér heima fram eftir degi.  Ég sagði guttanum náttúrulega að drífa sig beint út í sjoppu og kaupa lottómiða, go with the flow :)

Fór í frábæran hlaupatúr í hádeginu í gær.  Bumban er greinilega að færast aðeins ofar og fjær blöðrunni, yeehawww... Bara gaman og var rosalega spræk.  Í dag ætla ég svo að bjóða mömmu minni með mér í Hreyfingu í Body Balance tíma.  Allt gott í heiminum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli