22. apr. 2011

Gleðilegt sumar!

Sumarið byrjar aldeilis með stæl hjá okkur.  Þórólfur gerði sér lítið fyrir og sigraði í Víðavangshlaupi ÍR.  Við Gabríel fórum niðrí bæ að hvetja okkar mann og ég var næstum búin að pissa á mig af spenningi í lokin!  Svo stolt af bónda mínum.  Ég hefði verið með ef það hefði verið bongó blíða, með bumbuna út í loftið en fyrst það var rok og rigning þá fór ég bara mitt morgunskokk í Laugardalnum og lét það duga.  Gaman að sjá hlaupafélagana, nú fer að styttast í að ég láti sjá mig á æfingum aftur... :)


Sigurvegarar í Víðavangshlaupi ÍR
Arndís og Þórólfur
Fórum í flotta fermingaveislu í Úlfljótsskála seinni partinn og það var engin hætta á að einhver færi svangur í rúmið.  Gourmet matur og kökuveisla á eftir, eins gott að vera í teygjanlegu, muwhahahha...  Héldum í bæinn aftur um átta leytið og ákváðum að drífa okkur með krakkana í sund, svona til að ná þeim vel niður fyrir svefninn.    Sund til tíu og beint í náttfötin, mmmm... enn einn frábær dagur í safnið.

2 ummæli:

  1. Gleðilegt sumar flotta hlaupakona. Mig langaði bara að setja inn athugasemd þar sem ég kem oft hér inn á síðuna þína. Er blogg vinkona Siggu Júlíu, kem frá Ísafirði og hef verið að hlaupa með Riddurum Rósu undir stjórn Mörthu Ernst. Bý núna í Noregi og er að hlaupa, hjóla og skíða...byrjaði að hlaupa fyrir nokkrum árum og finnst það æði. Elska að lesa um afrek og árangur annara hlaupara og þú ert svo sannarlega flott fyrirmynd fyrir okkur hlaupara
    Kær kveðja
    Jóna Lind

    SvaraEyða
  2. En gaman að heyra, takk fyrir falleg orð í minn garð! Bæti þér hér með á listann yfir þá sem ég fylgist með af hliðarlínunni. Gangi þér allt í haginn. Kær kveðja, Eva.

    SvaraEyða