18. feb. 2011

Á skíðum skemmti ég mér tralalallala...

Við höfum ekki setið auðum höndum síðustu vikuna, ekki stund til að blogga en það er nú bara gott mál.  Leikfimi, sundskóli hjá Lilju, bingó í Langholtsskóla og síðast en ekki síst, skíðagræju útréttingar og tvær skíðaferðir! 

Við sáum auglýsingu frá Intersport í vikunni með góðum díl á skíðum fyrir dömur og krakka.  Við Gabríel vorum svo heppin að fá græjur á okkur á spottprís og þá var ekki aftur snúið, nú var bara að redda græjum fyrir Lilju og Þórólf.  Við fengum allan pakkan fyrir Lilju á Akureyri í Skíðaþjónustunni og þvílík þjónusta!  Þeir voru alveg frábærir, tóku saman pakka fyrir hana og hentu á Flytjanda fyrir okkur svo við fengjum græjurna fyrir helgi.  Og herlegheitin kostuðu heilar 8.900 krónur, skíði, bindingar og skór, alveg eins og nýtt!  Við græjuðum svo Þórólf upp í Everest í dag og svo kláruðum við málið, keyptum hjálma á alla fjölskylduna í Intersport á leiðinni upp í fjall, eftir vinnu í dag.  Við Gabríel tókum reyndar forskot á sæluna í gær en þá vorum við búin að fá okkar dót.  Jiiii hvað það var gaman hjá okkur.  Það var töluvert rok efst í stólalyftunni þannig að við renndum okkur yfir í Suðurgil og þar vorum við bara með einkalyftur fyrir okkur, í logni og nýtroðnum brekkum.  Algjör snilld. 


Í dag vorum við ekki komin upp í fjall fyrr en að verða sjö (eftir skíða og hjálmaútréttingar sem tóku sinn tíma).  Ég reiknaði með að Lilja myndi í mesta lagi endast tvær, þrjár ferðir enda nánast komin háttatími hjá minni.  Nei, held nú aldeilis ekki, mín söng og trallaði allan tímann og við náðum einum og hálfum tíma áður en við fengum okkur hressingu og komum okkur í bæinn.

Nú sitjum við hérna eins og klessur í sófanum, gömlu hjónin og Gabríel, en Lilja er löngu sofnuð.  Alveg spurning hver verður fyrstur á fætur til að kíkja á http://www.blafjoll.is/

Læfs greit :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli