24. feb. 2011

Hálftíminn og vigtun

Eftir aðeins of langt hlé þá var loksins komið að Hálftímanum og vigtun aftur.  Fáránlega gaman að vakna klukkan 6, hitta 'my partner in crime', skottast hlaupatúrinn okkar, hanga í pottinum á eftir með stóru strákunum, kyssa Kidda á kinnina, vigtun, rúnnstykki, kókómjólk og nærandi samræður í morgunsárið.  Ekki hægt að leggja betri grunn að góðum degi.

Ég er aðeins léttari núna en á sama tíma með hana Lilju mína, en ég var líka aðeins léttari áður en ég varð ólétt í þetta skiptið.  Samt búin að þyngjast um 3-4 kg og mér líður ótrúlega vel, krafmikil og glöð.  Ég er farin að finna greinilegar hreyfingar og það er bara svo mögnuð tilfinning.  Þó ég hafi gengið í gegnum þetta tvisvar sinnum áður þá er maður bara alveg jafn rasandi hissa yfir svona kraftaverki.

Í hádeginu í dag prófaði ég alveg nýtt, fór í bakleikfimi í Heilsuborg.  Ég var nefnilega beðin um að taka að mér smá morgunleikfimi nokkra daga í viku í einni deildinni hérna í bankanum sakvæmt þessu prógrammi.  Ég fæ að æfa mig og sækja nokkra tíma áður en við látum til skarar skríða.  Hlakka til að takast á við þetta verkefni. Fyndið hvernig tækifærin detta stundum upp í hendurnar á manni því bakleikfimi er akkúrat það besta sem ég get gert til að fyrirbyggja annað brjósklos.

Annars er ég alltaf að prófa einhverja nýja líkamsrækt núna þegar ég er komin með kort í Hreyfingu.  Mér finnst mjög gaman í tímum þar sem við vinnum með lóð og styrktaræfingar og tökum stutta spretti á milli, ekkert flókið. Ég fer svo alveg í baklás ef ég þarf að taka einhver flókin spor og omg ef ég á að klappa, þá læðist ég út og fer frekar á hlaupabrettið!  Ég er búin að finna tíma sem smellpassa fyrir mig 4*sinnum í viku og þá er prógrammið eiginlega fullt því ég er líka að synda og skokka.  Ég tek þetta nú samt allt á mínum hraða og er mjög dugleg við að hlusta á líkamann og stilla álagi í hóf en fá samt sem áður vellíðunartilfinninguna við að hreyfa sig.

Ég fór í hlaupaprjónaklúbb í gærkvöldi og lærði rússneskt hekl, það fannst mér gaman.  Ætla pottþétt að fjárfesta í svona heklunál og hekla flott sjal við allra fyrsta tækifæri.   Annars var þema kvöldsins 'Hráfæði' og það var ekkert smá fyndið að sjá svipinn á 'Gourmet' vinnufélögunum þegar ég var að segja frá þessu, 'Ojjjjjj'.   Þeir sem ekki þekkja til halda sennilega að maður sé að setja ofan í sig eitthvað ógirnilegt grænt jukk en á boðstólnum hjá okkur var: döðlusúkkulaðikaka með grískri jógúrt, ávaxta og súkkulaðihnetukaka með rjóma, berja-súkkulaði-döðlu gums með ristuðum kókos, kókoskúlur (er með kókoskúlu fetish...mmmmm), avocado og banana klakar (kom mjög á óvart, algjör galdrasamsetning) og berjaskyrterta.  Pjúff, þvílík sæla.  Og það besta, ekki gramminu þyngri í morgun, hrein og klár næringar fullkomnun :)

4 ummæli:

  1. HA HA HA!! been there done that...sko þetta klapp inn á milli spora er ekki að gera sig, skil þig VEL!
    Sigga Júlla

    SvaraEyða
  2. Það borgar sig greinilega ekki að fara út fyrir landssteinana. Maður missir bæði af brunch og prjóna/hráfæði/rússneskthekl-klúbbi. Saknaði þess að hitta ekki þig og hinar. Next time.

    SvaraEyða
  3. Sömuleiðis Alma (aka Marteinn :)

    SvaraEyða