9. mar. 2010

Vanhæfar flugfreyjur

Ég var einu sinni flugfreyja.  Það sem þarf til að vera góð flugfreyja er tungumálakunnátta, þjónustulund og hæfileikinn til að leysa úr óvæntum vandamálum skjótt og vel.  Mér fannst ekkert gaman að vera flugfreyja og hætti, fullt annað í boði fyrir mig.

Horfði á Silfur Egils áðan á netinu.  Maður þarf ekkert að hafa áhyggjur af vanhæfum flugfreyjum, þ.e. sem tala ekki útlensku, geta ekki leyst úr vandamálum og eru gjörsamlega skertar allri þjónustulund.  Þær eiga sér líka athvarf.  Ekkert að segja að hinir í sandkassanum hafi verið skárri.

Einhvern tíma sagði einhver að 'Þjóðin vill þetta og hitt...'.  Það var ekkert á bak við það annað en nokkrar hræður með potta og tilfinning viðmælandans.  Fleiri sem lesa bloggið mitt, díhhh... 

Þegar 135 þúsund Íslendingar gera sér ferð til að segja: Helvítis, fokking, fokk!  Þá á maður að hlusta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli