19. mar. 2010

Mitt veikindafrí...

Ég var búin að sjá það fyrir mér að dingla hérna ein heima með sjálfri mér á meðan ég væri að jafna mig, með tærnar upp í loft, kíkja í bók, prjóna...

Á mánudagskvöldið krækti Lilja sér í nýja pest og lagðist í bólið.  Við vorum hrædd um að hún væri aftur komin með lungnabólgu (ljótur hósti) og fengum lækni til að kíkja á hana.  Sem betur fer var þetta bara venjuleg leikskólapest, hiti, hósti, hor...

Verð að viðurkenna að ég var pínu svekkt yfir því að þurfa að deila veikindafríinu mínu. Það er eitt að vera sprækur og sjá um veikan grísling, allt annar handleggur að vera slappur sjálfur.  Mamma og Þórólfur hafa staðið vaktina með mér svo ég hef aðeins getað farið út að viðra mig  og hvílt mig inn á milli.

Á hinn bóginn höfum við mæðgur bara haft gott af því að dingla heilmikið saman, horft á myndir, leirað, kubbað, málað, lesið.  Það er eins og hún skilji að ég er ekki alveg 100 % og er voða dugleg að hjálpa sér sjálf.  

Engin ummæli:

Skrifa ummæli