20. mar. 2010

Corn rows



Það góða við að vera í hlaupapásu er að maður hefur fullt af tíma til að sinna vanræktu börnunum sínum...  Í dag fórum við Gabríel í Kringluna, keyptum flotta skó á hann og fengum okkur kaffi á Kaffitár.  Eftir brunch með hlaupafélögunum fórum við í bæinn og Gabríel fékk afró fléttur!   Beauty is pain og drengurinn er heldur betur búin að kynnast því.  Frekar vont að láta tosa svona í hárið á sér og hann var alveg á mörkunum með að þola þetta.  Aðeins farið að slakna á hárinu núna og guttinn farinn að söngla og brosa aftur, vera eins og hann á að sér að vera.  Við þurftum náttúrulega að mynda herlegheitin í bak og fyrir, varð að hafa síðustu myndina með þar sem unglingurinn er alveg að gefast upp á mömmu sinni :þ 

Posted by Picasa

2 ummæli:

  1. hvert fóruði og fenguð svona fléttur? ein forvitin....

    SvaraEyða
  2. Sú sem að fléttaði hann heitir Lynette Jones og hún er með litla stofu á Skúlagötunni. Síminn hjá henni er 551-2042/6941275.

    Kv. Eva

    SvaraEyða