23. sep. 2010

Sjúkleg Esja

Eina skothelda leiðin til þess að losna við Esju harðsperrur er... að fara aðra Esju.  Var á fundum allan daginn í gær með Esjuna fyrir augunum og eftir vinnu ákvað ég að breyta út af plani, sleppa hefðbundinni æfingu og bruna upp í fjall.  Fór vinstra megin upp í þetta sinn og hljóp niður hægra megin.  Var vel innan við klukkutímann upp og niður.

 

Það er planið að fara í gönguferð með vinnufélögum Þórólfs eftir vinnu í dag, krakkarnir með, þannig að ég tók sundæfingu dagsins, í morgun, til vonar og vara ef ég myndi ekki ná í tæka tíð á æfingu í kvöld.  

Það gekk voða vel að synda, tók heilmikið baksund og drillur.  Þegar síga tók á seinni hlutann voru 3 * 100 m skrið.  Ég er með markmið að komast undir 1:50 og notaði tækifærið til að taka stöðuna.  Fyrsti 1:52, nokkuð gott, 45 sek hvíld á milli og svo annar... 1:44!!  Þvílíkt ánægð með mig.  Svo var gefið í botn og þriðji á... 1:33, hmmmm.  

Bankaði í klukkuna og fór að líta í kringum mig.  Sé ég þá ekki hvar sundlauga kallinn er að færa miðju skilrúmið til að stækka laugina úr 25 m í 50m og ég er þeim megin sem laugin minnkar!!!  Ekkert verið að láta mann vita, hrmfff...    Snautaði út með skottið á milli lappanna og tók 2 * 100 m þar, 1:52 og 1:54.  Er bara nokkuð sátt og þetta er allt í rétta átt, stutt síðan ég komst ekki undir tvær.

1 ummæli:

  1. Æ, hefði ekki verið miklu betra að fatta EKKI að sundlaugin var styttri. Þá hefðirðu farið heavy sátt heim og auðvitað reynt að gera betur næst og síðan gert betur næst, eins og þín er von og vísa :). Ekki það, þú ert að fara þetta gríðarlega hratt nú þegar!

    SvaraEyða