24. sep. 2010

Gönguferð í Búrfellsgjá

Fór í skemmtilega gönguferð með vinnufélögum hans Þórólfs í Heiðmörkina í gær eftir vinnu.  Gengum inn í Búrfellsgjá og þaðan upp á Búrfellsgíginn og inn í Kaldárssel.  Lilja var í besta skapinu sínu, söng, trallaði og blaðraði alla leiðina.  Eftir gönguna fór hópurinn í golfskálann við Hvaleyri og þar var boðið upp á dýrindis kjúklinga salat og með því.  Allir voru sammála um að við þyrftum að endurtaka þetta og ganga aftur saman og þá lá beinast við að stofna gönguhóp... Afturgöngurnar!





Ég rétt náði sund fyrirlestrinum hjá honum Remí, mjög fróðlegt og á örugglega eftir að nýtast vel í æfingunum í vetur.  Gabríel er í samræmdu prófunum, búin með íslensku og í dag er það stærðfræðin.  Hann er vel undirbúin og á örugglega eftir að standa sig með prýði.  

Engin ummæli:

Skrifa ummæli