26. maí 2013

Hvíldardagurinn heilagur

Við Ásta byrjuðum daginn á góðri kraftgöngu og svo skottaðist ég í smá hlaupatúr á eftir.  Finn hvernig það líður úr mér þreytan.  Veðrið er frekar grátt og kalt og nú rignir þannig að við höfum það huggulegt inni við.  Ég er meira segja búin að fá mér góðan miðdegislúr.   

Eftir að við komum heim í gær riggaði Ásta upp dýrindis veislu, norskur lax í geitostasósu og með því.  Þvílíkt sælgæti.  



Eftir matinn horfðum við á úrslitaleikinn í Meistardeildinni og eins og ég hef lítinn áhuga á fótbolta, þá var þetta hörkuspennandi og frábært að fylgjast með okkar mönnum sigra.  Það verður þvílík stemmning í bænum þegar hetjurnar snúa aftur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli