29. maí 2013

Bongó blíða í Munkaborg

Áttum frábæran dag í gær, veðrið lék við okkur með 20° hita og sól.  Við Ásta fórum í morgungönguna okkar, í þetta sinn um hverfin hérna í nágrenninu og svo tók ég hlaupatúrinn minn.  Maður er ekki lengi að koma sér upp rútínu!

Hlaupastígurinn minn.

Eftir góðan hádegisverð lá leiðin í Olympia park.  Við tókum sporvagninn upp eftir og röltum svo síðasta spottann.  Svakalega fallegt umhverfið og gaman að sjá þessar flottu byggingar.  Hlauparar og hjólarar út um all og fólk að slaka á.

Ég stökk upp á hæstu hæðina og útsýnið flott.

Inn í garðinum er einn af hundruðum Biergarten veitingahúsa Munchen borgar og við settumst og vökvuðum kroppinn og smökkuðum Bretzel með tilheyrandi gúmmelaði.  Er nú engin bjórkerling en lét mig hafa það að pósa með hann, look-aði bara rétt.

Glaðar mæðgur.

Ásta og Mummi kunna þetta.

Við systur ánægðar með hvor aðra.

Á heimleiðinni fórum við í Enska garðinn en það er risastór (7*13 km) garður í miðborginni sem er alveg einstaklega fallegur.   Fólk safnast þar saman á góðviðrisdögum, hleypur, hjólar, slakar á og hlustar á tónlist, kælir sig í ánni o.s.frv.

Ásta leiðsögumaður í essinu sínu.

Mannlífið í Enska garðinum.

Kínverski turninn, þekkt kennileiti í garðinum.

Eftir alla útiveruna var gott að komast heim í hús og slaka aðeins á, en við vorum búin að plana að fara út að borða með Robba, á ítalskan veitingastað í nágrenninu um kvöldið.  Þar áttum við frábæra kvöldstund, góður matur, mikið hlegið og margar sögur sagðar.  Já alveg frábær dagur í Munchen.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli