2. mar. 2011

Mæðraskoðun

Mæðraskoðun hjá okkur í morgun og allt gekk eins og í sögu, komin 17 vikur og 4 daga.  Vegna þess að ég átti Gabríel aðeins fyrir tímann og af því að ég er með skjaldkirtilssjúkdóm þá er fylgst extra vel með mér, sem er bara betra.  Ég fer í blóðprufur og skoðanir á 6 vikna fresti og svo eitthvað örar þegar lengra líður.  Ég er ennþá aðeins að berjast við kollinn á mér, varla að trúa að þetta sé satt og svona 2-3 dögum fyrir hverja skoðun þá verð ég utan við mig og pínu stressuð.  Svo er það þvílíkur léttir að fá staðfestingu að allt sé eins og það á að vera, flottur hjartsláttur og svo sparkaði krílið kröftuglega í ljósmóðurina þegar hún var að skoða mig.

Hlaupin eru farin að rokka og ég finn að um leið og ég get hlaupið meira, þá skipti ég einhverju öðru út fyrir þau.  Mér finnst alltaf skemmtilegast að hlaupa þegar allt kemur til alls.  Fór smá hring í hádeginu og undur og stórmerki, þurfti ekkert að stoppa til að pissa, þvílíkur sigur!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli