12. mar. 2011

Enn einn snilldardagurin í fjöllunum

Eins gott að vera með skiptingarnar á hreinu í morgun þegar körfuboltamót bættist við venjubundið laugardagsmorguns kaosið okkar.  Vorum eins og borðtenniskúlur út um allan bæ að skutla, sækja, æfa, horfa til hádegis.  Eftir góðan hádegismat héldum við svo til fjalla enda algjörlega ómótstæðilegt veður, glampandi sól og logn.   Hvað getur maður sagt, bara dásamlegt!  Það var svo hlýtt að ég skildi lopapeysuna eftir út í bíl og nýja skíðaúlpan (gömul úlpa sem ég fann í geymslunni) var alveg að gera sig, náði vel niður fyrir rass svo það var ekkert mál að sleppa því að smella efstu tölunni á buxunum :).  25 ára gömlu skíðalúffurnar sem fundust heima hjá mömmu voru líka skotheldar svo kaldir puttar eru úr sögunni.

Stóru framfarir dagsins á hún Lilja en við létum vaða í hólana í Suðurhlíðinni (mamma hraðar, ég er nefnilega mjög hugrökk...)  Það var ekki allt, í lok dagsins var sú stutta farin að fara ein í toglyftuna eins og ekkert væri.  Mér hefði reyndar ekki dottið í hug að láta hana prófa það nema fyrir það að við hittum vinkonu hennar sem er árinu eldri í fjallinu.  Hún var í skíðakennslu, var hent beint út í djúpu og látin bjarga sér.  

Gabríel er komin á það stig að hann getur brunað niður hvaða brekku sem er, prófuðu að fara niður gilið á milli stólalyftnanna í fyrsta sinn og minn maður átti ekki neinum vandræðum.  

Þórólfur er á fljúgandi framfara ferð en langar mikið til að komast í almennilega kennslu núna svo hann geti einbeitt sér að því að bæta tæknina og festi ekki í sér einhverja vitleysu.  

Ekkert betra en að rífa í sig heimatilbúið nesti og skola því niður með heitu kakó-i eftir þriggja tíma skíðatörn,  umkringdur fólkinu sem maður elskar, rjóðu, glöðu og stútfullu af ferksku fjallalofti.  

Mamman að missa sig í pósunum
Flottir krakkar sem við eigum mar...
Lilja ein í toglyftunni á undan mér!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli