8. mar. 2011

Gott combó

Breytti aðeins til í gær eftir vinnu og fór á hlaupabrettið í staðinn fyrir þrektímann.  Skokkaði á brettinu, horfði á einhvern þátt og það var bara notalegt að vera inni og horfa á rokið og snjóinn út um gluggann.  Mér fannst passlegt að hlaupa í hálftíma eða 5 km en var ennþá í stuði svo ég skellti mér á þrekhjólið og hjólaði líka í hálftíma, tæpa 14 km.  Þetta var alveg að skítvirka fyrir mig og ég á örugglega eftir að gera þetta alla vega einu sinni í viku.  Var að stefna á sundæfingu í morgun en þegar ég sá skaflana á bílnum þá hætti ég við í snarhasti.  Var ekki að sjá fyrir mér að fara út með kústinn fyrir sex...   Það er líka sundskóli hjá Lilju á eftir og þá fæ ég mína 1000 m.  Það veitir ekki af smá hreyfingu núna í miðju bollu- og saltkjötsfárinu.

Annars líður mér alveg ótrúlega vel og það er bara gaman að lifa.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli