14. jún. 2010

Rólegheita helgi eða þannig :)

Við hjónin ákváðum að sleppa öllum keppnum þessa helgina og einbeita okkur að börnum, búi og hvíla okkur svolítið.  Ég held að við höfum bæði vaknað alveg úrvinda í morgun, en ánægð eftir alla 'hvíldina'.  En í hnotskurn þá leit rólegheitahelgin svona út hjá okkur:

Föstudagur eftir vinnu:
  • Fengum vinkonu hennar Lilju í heimsókn.
  • Fórum út með uppblásna barnasudlaug út í garð og fylltum af vatni.
  • Tvær nágrannaskvísur bættust í hópinn.
  • Og svo tvær vinkonur í viðbót.
  • Inn með 4 stelpur (og eina mömmu :) og allar í bað (nema mamman) til að hlýja sér.
  • Þurrka, gefa snarl og skila.
  • Henda í eina, tvær þvottavélar.
  • Elda og borða kvöldmat.
  • Þrífa nýja hjólið :)
  • Græja guttan í gistingu hjá ömmu og afa.
  • Horfa á hálfa bíómynd með bóndanum.
Laugardagur:
  • Vakna um 7 og fara að sinna dömunni.
  • Baka hafrakökur handa strákunum.
  • Fara út að hlaupa 18 km í roki og rigningu þegar pabbi fór á fætur.
  • Þrífa aðeins heima eftir mat, því það var allt í rúst!
  • Ná smá blundi þegar stelpan datt út af seinni partinn.
  • Þvo eins grilljón þvottavélar.
  • Líma brotið dót.
  • Græja guttann í afmæli hjá vini sínum.
  • Skrúfa í sundur vídeótækið og hreinsa það (leiðbeiningar á youtube :)
  • Horfa á hinn helminginn af bíómyndinni!
  • Taka á móti guttanum og koma honum í bólið (allt of snemma fyrir hans smekk).
Sunnudagur:
  • Hlupum saman 10,5 km.
  • Þá skaust ég út og hjólaði 25,7 km, var orðin viðþolslaus...
  • Bakaði 2 Sibbubrauð.
  • Græjuðum Lilju í heimsókn til vinkonu hennar.
  • Græjuðum Gabríel í leiðangur með afa á víkingahátíð í Hafnarfirði
  • Fórum í Krónuna (barnlaus), aldrei þessu vant og keyptum inn.
  • Í sund og synti 1500 m.
  • Ná í stelpuna og fara með tölvuna upp í vinnu svo ég þurfi ekki að hjóla með hana á mánudag.
  • Þórólfur fór að þrífa bílinn.Fylgjast með stelpunni leika út í garði.
  • Undirbúa kvöldmat, sushi, lax og grill.
  • Sauma rúllugardínuna inni hjá Lilju sem var búin að rakna upp.
  • Finna til aukahluti á kerruna sem við lánuðum Karolínu og Przemek (hún er alveg að fara að eiga).
  • Bjarga kvöldmatnum, sem var í fullum gangi þegar ég fór að hjálpa K+P.
  • Sinna unglingnum sem er MJÖG krefjandi og skemmtilegur þessa dagana.
  • Koma stelpunni í bólið.
  • Fara út að hjóla með Þórólfi smá hring og kenna honum helstu atriðin í götuhjólreiðum.
Man ekki meira í bili en ég prísa mig sæla að það er þreföld keppnishelgi framundan í hjólreiðunum, það er sko pís of keik, miðað við að vera full time super mom...  :þ

Engin ummæli:

Skrifa ummæli