17. maí 2012

Frjálsar, karfa og hlaup

Allir í fjölskyldunni að keppast við eitthvað þessa dagana.  Lilja var að keppa í frjálsum á miðvikudaginn og það er alltaf jafn gaman að fylgjast með henni, hún alveg elskar að spreyta sig á þrautunum.  Krakkarnir í hennar hóp fengu líka að spreyta sig á brautarhlaupi í fyrsta sinn, ræst með byssu og alles.  


Gabríel er í körfuboltakeppnisferð í Svíþjóð og það voru að berast góðar fréttir af honum.  Þeir eru búnir að spila tvo leiki í mótinu og unnu báða með nokkrum yfirburðum.  Það verður spennandi að sjá hvað gerist á morgun.  Það er svo gaman hjá honum og við fáum þau skilaboð frá þjálfurunum að hópurinn sé til fyrirmyndar.

Ég fór í Fjölnishlaupið í dag, generalprufa á hlaupaformið eftir læra meiðslin og til þess að missa mig ekki (planið var að taka þetta sem tempó á ca. 4:15 pace) þá skildi ég keppnisskóna eftir heima og fór í gömlu góðu Nimbusunum.  Veðrið svo fallegt en nokkuð hvasst og ég reyndi að nýta mér skjól eins og ég mögulega gat af stórum og stæðilegum karlmönnum.  Eftir 2 km var ég orðin önnur kona og þá var freistandi að reyna að halda því, hélt mér alla vega við efnið upp brekkurnar í lokin.  Tíminn 42:31 eða nákvæmlega skv. plani og 2. sætið, gaman.  Er orðin alveg stríheil og hlakka til að taka aðeins meira á því í næsta hlaupi en n.b. það verður ekki fyrr en eftir 4-5 daga recovery dútl og hana nú.

Fyrstu konur í 10 km, Eva, Fríða Rún og Jóhanna.  
N.b. allar yfir fertugt!

Þórólfur er sá eini sem er búin að vera spakur (er reyndar úti að hlaupa núna :) en hann fór í guttatúr með vinnufélögunum, gisti á hóteli og skellti sér í golf í morgun.  Gott að fá bóndann heim aftur og hann ætlar að vera í fríi á morgun, hafa það huggulegt og dingla sér með afmæliskellunni sinni.  Snelld! 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli