4. okt. 2010

Kryptonite

Ja ef ég er ofurkvendi, þá er einhver að sniglast í kringum mig með Kryptonite!

Átti frábæran laugardag sem byrjaði með 18 km skokki í blíðunni með Simma og Jóa í eyrunum á meðan Þórólfur fór með Lilju í fimleika.   Gabríel hafði fengið að gista hjá vini sínum, ásamt 4 öðrum guttum, þvílíkt gaman hjá þeim.  Tengdamamma átti afmæli og við kíktum til hennar með smá pakka eftir hádegið.  Drifum okkur svo í bæinn á kaffihús en við erum búin að uppgötva að ef við tökum með litabók og liti fyrir Lilju þá getum við dinglað okkur í góðan klukkutíma yfir kaffibolla, spjalli og kíkt í tímarit.  Það er notalegt.  Enduðum daginn á sundferð í Mosfellsbæ en þar er uppáhalds sundlaugin okkar, barnalaugarnar eru heitar og Lilja getur farið sjálf í rennibrautirnar og valið um 3 mismunandi leiðir.  Hún fer milljón ferðir og á meðan er maður vel haldinn í hlýrri laug til að taka á móti henni.  Algjör snilld.

Fann pestina læðast niður í hálsmálið á mér seint á laugardagskvöldið, kom svo sem ekkert svakalega á óvart, annar hvor maður í vinnunni búin að leggjast.  Ég átti von á tveimur bræðrum mínum og fylgifiskum í brunch á sunnudaginn og ákvað því að setja pestina á hold.  Brunchinn var frábær, ég spilaði út fullt af trompum sem ég hef pikkað upp hjá heilsusamlegu hlaupastelpunum mínum.  Bauð m..a. uppá ávaxtasalat með vanilludressingu, hummus með sólþurrkuðum tómötum, heimabakað Sibbubrauð (döðlubrauð :).  Bóndinn sá um desertinn að venju og töfraði fram dýrindis Creme Brulee.  Viðstödd tækjafrík fengu í hnén þegar þeir sáu brennarann sem hann notar til að bræða hrásykursskelina ofan á, úh la lahhh...  

Við vorum búin að plana leikhúsferð með krakkana seinnipartinn á sunnudaginn en ég þurfti að játa mig sigraða og skreið undir sæng.  Buðum Mirru litlu frænku í minn stað og Þórólfur fór með alla krakkana á 'Með horn á höfði'.  Sýndist allir vera ánægðir með sýninguna og Lilja var dugleg að segja mér frá öllu sem gerðist í sýningunni og leika það helst líka...

Var bara áfram eins og drusla fram eftir kvöldi en ákvað að reyna að hressa mig við, sjá hvort súrefnið myndi ekki gera mér gott.  Dúðaði mig og labbaði einn góðan hring um hverfið og leið skömminni skár á eftir.  Það dugði skammt, vaknaði með hausverk, sár í hálsinum og kvef í hausnum.  Er þess vegna heima í sjálfsvorukunnarkasti af því það er svoooo gott veður úti og ég kemst ekki út að sprikla.  Fæ alveg grænar af þessu væli í mér þegar ég sé það svona á prenti, díhhh...  Í hinu stóra samhengi er ég lukkunar pamfíll og veit það.  Góðar stundir :)


Engin ummæli:

Skrifa ummæli