17. feb. 2010

Fúla liðið

Alveg get ég orðið uppgefin á fúla liðinu.  Liðinu sem er fúlt yfir því ef eitthvað gott gerist hjá öðrum.  Núna er fúla liðið sem ekki tók gjaldeyrislán, fúlt yfir því að þeir sem eru búnir að vera vonlausir, hafi fengið smá von.  Það er ekki einu sinni víst að nokkur sleppi úr gryfjunni en samt sem áður þá er fúla liðið fúlt, bara til vonar og vara.  Það jafngildir persónulegri áras ef einhver annar fær eitthvað sem fúla liðið fær ekki, jafnvel þó fúla liðið tapi ekkert á því heldur.  Vann hann í lottóinu?  Jaaa, ég hef nú heyrt að hann hafí nú alltaf verið frekar glataður, heldur öruggleg framhjá konunni sinni og lemur börnin...  

Fúli múli, láttu mig alla veg í friði, ég vorkenni þér og nenni ekki að hlusta á vælið í þér!

2 ummæli:

  1. Elsku rúsínan mín.. Ég held ég gefi þér bara knús.. Finnst þú búin að vera etithvað svo reið/pirruð á blogginu undanfarið *KNÚÚÚÚÚS*!!!

    SvaraEyða
  2. Ég er sko hvorki reið né pirruð, langt í frá. Myndi eiginlega segja að ég væri í besta skapinu mínu. Mér finnst þú bara ekki skilja mig á blogginu undanfarið og ef þú skilur það ekki, skilurðu ekki neitt, skilurðu það! Muwahahahhaha.... En alltaf gott að fá knús, þigg það með þökkum :)

    SvaraEyða