29. sep. 2014

Hjartadagshlaupið 2014

Ég flýtti löngu laugardagsæfingunni um einn dag til að fá hvíldardag fyrir Hjartadagshlaupið.  Æfingin var ein af þeim strembnustu í prógramminu fyrir mig, mér finnst alltaf erfiðast að hugsa um langar, hraðar æfingar...  90 mínútur á E-pace (4:40-5:00 pace) með 20 mínútna kafla á HMP (4:10). Ég hljóp þetta ein seinnipartinn á föstudaginn og var nú ekki allt of bjartsýn áður en ég fór af stað en kroppurinn er greinilega komin í gott stand, skilar því sem ég bið um.  Tók 30 sek. labb-pásu eftir hraðakaflann.

Split
Time
Distance
Avg Pace
Summary1:31:27.619,414:43
132:23.26,524:58
220:00.04,814:10
3:30.00,077:33
438:34.48,014:49

Kom mér ánægjulega á óvart að ég var hraðari seinni hlutann.  Ég fann lítið fyrir æfingunni eftir á en tók samt algjöran hvíldardag á laugardaginn.  Var svona frekar illa sofin eftir laugardagsnóttina en Sonjan mín vaknaði grátandi með eyrnaverk og ég leyfði henni að kúra í mömmufangi þangað til hún jafnaði sig og sofnaði hjá mér áður en ég fór aftur með hana í rúmið sitt.

Vaknaði upp við fallegan dag og ljómandi gott hlaupaveður.  Ég var frísk og fín í kroppnum og hlakkaði til að haka við enn eina æfingu fyrir Munchen.  Planið var að hlaupa á T hraða (4:04) eða eins nálægt því og ég gæti án þess að streða.  

Alltaf jafn gaman að hitta félagana á start línu og þegar skotið reið að þurfti ég að hafa mig alla við að halda plani og missa mig ekki.  Kílómetrarnir flugu þægilega einn af öðrum, hugsaði um öndun og stíl og naut þess að hlaupa.  Ég var mjög fljótlega þriðja kona en þegar ég fór að nálgast snúning sá ég að ég var farin að draga verulega á konu númer tvö.  Jók hraðann örlítið næstu tvo km á meðan ég fór fram úr og náði góðu forskoti en slakaði svo aftur aðeins á og rúllaði þétt en þægilega restina.

Mynd frá Torfa á hlaup.is

Maður fylgist svona með pace-inu með öðru auganu í keppni, mis mikið og ég er yfirleitt aldrei að spá í hraðann seinni hlutann.  Þá er maður komin í einhvern takt og gerir bara eins vel og maður getur.  Ég pikkaði upp nokkra hlaupara í viðbót síðustu kílómetrana og kom hoppandi kát í mark akkúrat á pace-i.   Hér er mynd sem hann Felix vinur minn tók af mér á endasprettinum:

Vííí... alveg að verða búið.

Hér eru úrslitin!  Og svona hljóp ég þetta:

Split
Time
Distance
Avg Pace
Summary41:13.710,124:05
14:03.01,004:03
24:04.71,004:05
34:03.51,004:04
44:04.41,004:04
54:01.11,004:01
64:00.41,004:00
74:06.31,004:06
84:07.41,004:07
94:09.11,004:09
104:08.01,004:08
11:25.60,123:4

Flott framkvæmd hjá skipuleggjendum í alla staði.  Afgreiðslan á númerum gekk fljótt og vel.  Leiðin er fín og var vel merkt  Brautarvarsla góð og fínar veitingar eftir hlaup.  Verðlaunaafhendingin gekk snurðulaust og úrdráttarveðlaunanúmer voru lesin upp hátt og snjallt í belg og biðu, ekkert lufs.  Var komin heim hálf tólf til að sinna fólkinu mínu!

Já og svo var þetta frítt líka, takk fyrir mig :)   

Engin ummæli:

Skrifa ummæli